Fræðsluráð - 216, frá 10.05.2017.

Málsnúmer 1705002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti stöðu fjármála Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla við lok fyrsta ársfjórðungs 2017. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundarboði fylgdi ályktun frá unmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Laugarbakka 5.-7. apríl 2017. Mál sem varða fræðsluráð eru ábending um nauðsyn þess að sálfræðiþjónusta standi til boða í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, krafa um meiri fræðslu um fjármál og um réttindi og skyldur á atvinnumarkaði og farið er fram á að fulltrúar ungmennaráða fái að sitja fundi hjá sem flestum nefndum innan sveitarfélaga. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð tekur undir ályktun ungmennaráðsins og hvetur til að fjármál og réttindi og skyldur á atvinnumarkaði séu tryggð í skólanámskrá grunnskólanna. Tryggja þarf sálfræðing sem hefur viðveru í skólum Dalvíkurbyggðar og er sviðsstjóra falið að vinna að því máli. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Annars vegar eru það 424.000 kr. til að standa straum af leiðsögn á námskeiði sem verður á haustönn undir yfirskriftinni Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahópi og hins vegar 216.000 kr. vegna kostnaðar við Menntabúðir Eymennt í upplýsingatækni sem Dalvíkurskóli stendur að ásamt fimm öðrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.
    Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynnti styrk upp á 144.000 kr. sem skólinn fékk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að þróa áfram kennsluhætti(smiðjur)í list- og verkgreinum í aldursblönduðum hópum.
    Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir styrk að upphæð kr. 675.000 sem Sprotasjóður úthlutaði skólanum í verkefnið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans og stýrt verður af Gunnhildi Birnisdóttur, verkefnastjóra sérkennslu í 1.-8. bekk. Verkefnið gengur út á markvissa þjálfun vinnsluminnis nemenda í 1.-4. bekk og gerð námsgagna í þeim tilgangi. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. apríl 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn Námsleyfasjóðs hafi úthlutað Sólveigu Lilju Sigurðardóttur, smíða- og íþróttakennara við Dalvíkurskóla, námsleyfi í 12 mánuði næsta skólaár. Námsleyfasjóður endurgreiðir sveitarfélögunum mánaðarlega þau laun sem kennurum eru greidd í námsleyfi. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 9. og 10. bekk Dalvíkurskóla sem nemendur þreyttu í byrjun mars s.l. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um niðurstöðurnar og leiðir til úrbóta. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .7 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdi fundargerð 38. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .8 201705019 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • .9 201705029 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.