Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62, frá 12.05.2017.

Málsnúmer 1705006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar.
Liður 1, afgreiddur í fundargerð byggðaráðs.
Liður 5
  • Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:
    „Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“
    Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: 'Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    „Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.'

    56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.
    Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“

    Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóst, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

    Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegagjalda.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá túlkun á farþegagjaldi að greiða beri af öllum farþegum sem í ferð fara. Samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar til yfirhafnavarðar þar sem sundurliðað verði fjöldi ferða og farþegafjöldi í hverri ferð. Sviðsstjóri mun senda til ferðaþjónustuaðila skema til útfyllingar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem sendur var 2. maí 2017, til allra aðildarsveitarfélaga að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, er ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta samtakanna skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarsveitarfélögum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir fimmtudaginn 24. maí nk.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem sendur var, 2. maí 2017, til allra aðildarhafna að Hafnasambandi Íslands barst ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir þriðjudaginn 16. maí nk.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 28. apríl sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem barst 2. maí 2017 voru kynntar niðurstöður útboðs í stálefni vegna Austurgarðs.
    Vegagerðin og Ríkiskaup hafa yfirfarið tilboð sem opnuð voru þann 28. apríl s.l. í verk „20467 Steel sheet piling and Achorage material for several harbours in Iceland“.

    Yfirferðin leiddi í ljós að lægst gildandi tilboð fyrir Dalvík er frá Meever & Meever (Hollandi) að upphæð 492.003 EUR eða 57.096.948 kr án vsk og afhend á Dalvík.

    Fram kemur að lagt sé til að gengið verði til samninga við Meever & Meever á grundvelli tilboðsins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Í bréfi dags. 24. mars 2017 sendi ráðuneytið Vegagerðinni til afgreiðslu erindi frá Dalvíkurbyggð frá 3. febrúar 2017. Í erindi sveitarfélagsins kom fram ósk um leyfi til framkvæmda við hafnargerð sem skv samgönguáætlun 2015-2018 átti að fá 132,6 m.kr. framlag frá ríkinu 2017 og 90 m.kr. 2018. Þetta fjárframlag skilaði sér hins vegar ekki í fjárlögum 2017. Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar bíðst hins vegar til að taka lán fyrir framlagi ríkisins gegn þeirri tryggingu að framlag ríkisins vegna framkvæmda á árinu 2017 verði greitt á árinu 2018.

    Vegagerðin telur sér ekki heimilt að samþykkja flýtingu framkvæmdar á samgönguáætlun sem eru ekki fjármagnaðar á fjárlögum. Vegagerðin telur sig ekki getað skuldbundið ríkissjóð umfram lagaheimildir en tekur undir að framkvæmdirnar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið.

    Símafundur með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þann 10. maí 2017. og var eftirfarandi minnisblað tekið saman að sveitarstjóra eftir símafundinn og sent til fundarmanna, en þar segir:

    "Eftir samræður á fundinum er sameiginlegur skilningur á því að með þessu bréfi er vegamálastjóri einungis að segja að Vegagerðin geti ekki flýtt framkvæmd með því að leggja til fé sem ekki hefur verið samþykkt á fjárlögum. Vegagerðin segir hins vegar ekkert um það hvort Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar geti fjármagnað framkvæmdina þar til fé fæst á fjárlögum. Ljóst er að stjórnsýslulega er málflutningur vegamálastjóra réttur þó svo að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á fundinum vilji meina að það hefði mátt orða næst síðustu setningu skýrar en gert er í bréfinu. Öllum er ljóst að hvorki Vegagerðin né ráðuneytið geta bundið hendur ríkissjóðs umfram lagaheimildir.
    Af samræðum að dæma og það sem Vigdís Ósk hefur eftir ráðherra er ljóst að ríkur vilji er til þess að sveitarfélagið fái stuðning við framkvæmdina í næstu fjárlagagerð enda lögformlega viðurkennd framkvæmdinni á samgönguáætlun 2015-2018."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Nú eru hafnar framkvæmdir við Austurgarð, það kallar á að endurskoða þurfi framkvæmd vigtunar afla sem landaður verði frá skipum sem nýta sér framangreindan löndunarkant. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.