Byggðaráð

823. fundur 01. júní 2017 kl. 08:15 - 11:22 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmardóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705148Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705106Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Arctic Sea Tours ehf., Farþegagjald og umfjöllun veitu- og hafnaráðs

Málsnúmer 201705175Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 10:12.

Á 62. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:
„Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“
Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: 'Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.'

56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.
Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“

Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóst, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegagjalda.


Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá túlkun á farþegagjaldi að greiða beri af öllum farþegum sem í ferð fara. Samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar til yfirhafnavarðar þar sem sundurliðað verði fjöldi ferða og farþegafjöldi í hverri ferð. Sviðsstjóri mun senda til ferðaþjónustuaðila skema til útfyllingar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Frey Antonssyni f.h. Arctic Sea Tours ehf., bréf móttekið með rafpósti þann 30.05.2017, þar sem bréfið er sent til byggðaráðs vegna umfjöllunar veitu- og hafnaráðs um farþegagjald og framkomu við hvalaskoðunarfyrirtækin í Dalvíkurbyggð. Fram kemur m.a. að það sé ósk framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að byggðaráð og sveitarstjórn vindi ofan af þessari tortryggni og leiðindum sem koma ítrekað fram í veitu- og hafnaráði gagnvart frambærilegum, heiðarlegum og traustum fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð. Það er von hans að Arctic Sea Tours geti byggt enn frekar upp starfsemi sína á Dalvík og fái til þess skilning og sanngirni frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

Þorteinn vék af fundi kl. 10:22.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að höggva á þann hnút og ósætti sem ríkir um farþegagjald í hvalaskoðun í Dalvíkurbyggð vegna umfjöllunar og afgreiðslu veitu- og hafnarráðs á 62. fundi ráðsins þann 12. maí og bréf frá Frey Antonssyni framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf. þann 30. maí. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi tillögu:

Farþegagjald sé greitt af öllum borgandi farþegum og að samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dags hvers mánaðar til yfirhafnarvarðar. Ef þörf er á, af einhverjum ástæðum, getur yfirhafnavörður og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fengið nánari upplýsingar um fjölda farþega ákveðinn dag eða daga, samsetningu hvað varðar aldur eða hvað annað sem gæti þurft að nálgast vegna umferðar um höfnina.

4.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar -tillaga að erindisbréfi og skipun í ritnefnd.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni.

5.Listi yfir birgja 2016

Málsnúmer 201705170Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir helstu birgja ársins 2016 til upplýsingar með ársreikningi 2016, sbr. fyrri ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum listann eins og hann liggur fyrir og að hann verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins með ársreikningi 2016.

6.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar; endurskoðun

Málsnúmer 201606115Vakta málsnúmer

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu."

Upplýst var á fundinum að framkvæmdastjórn hefur lokið yfirferð sinni og fyrir liggur umsögn frá Lögreglunni sem búið er að taka tillit í þeim drögum sem liggja fyrir fundi byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar lögreglusamþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

7.Frá Eyþóri Björnssyni; Fasteignin Öldugötu 27

Málsnúmer 201705140Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþóri Björnssyni, dagsett þann 17. maí 2017, þar sem hann sem leigjandi að Öldugötu 27, Árskógssandi, óskar eftir að fá að gera kauptilboð í fasteignina.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigjanda er heimilt að gera kauptilboð á grundvelli forkaupsréttar þegar 2ja ára leigutími er liðinn (ágúst 2017) í samræmi við gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um sölu íbúða.

8.Kauptilboð í Árskóg lóð 1, staða mála

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka. Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar. "


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengt gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa verði framlengt að hámarki til og með 30.06.2017.

9.Frá Varasjóði húsnæðismála; Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201705172Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Varasjóði húsnæðismála, dagsettur þann 30. maí 2017, þar sem kynnt er skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um tækifærisleyfi - Höfði Svarfaðardal

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 18. maí 2017 þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Eydísi Ósk Jónsdóttur, kt. 121082-5359, sem ábyrgðarmaður fyrir Kristjönu Lóu Sölvadóttur, kt. 270190-3169, vegna tímabundins tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna dansleiks laugardaginn 10. júní n.k. frá kl. 23:00 til kl. 03:00 í Höfða Svarfaðardal.

Fyrir liggja umsagnir frá slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 24. maí 2017, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi sem sent hefur verið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og fjallar um breytingar á reglugerðum, svo tryggt verði að meðferð skuldbindinga vegna uppgörs þeirra við A-deild Brúar verði í samræmi við kynningar og umfjöllun framkvæmdastjóra sambandsins undanfarin ár, um þau fjárhagslegu áhrif sem samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með tilheyrandi lagabreytingum um LSR, og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar, fela í sér. Tillagan er unnin í samvinnu sambandsins, KPMG, o.fl. sérfræðinga. Stjórn sambandsins hefur einnig gert bókun um þetta mál sem er í samræmi við framangreint.


Lagt fram til kynningar.

12.Frá forsætisráðuneytinu; Endurskoðun reikninga skv. 5.mgr. 3.gr.laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Málsnúmer 201705150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 19. maí 2017, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skili ráðuneytinu greinargerð fyrir árið 2016, staðfestri af endurskoðanda sveitarfélagsins, um tekjur og ráðstöfun tekna sem fallið hafa til vegna nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna í sveitarfélagsinu, eigi síðar en 1. september n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að svara erindinu.

13.Frá Málræktarsjóði; Aðalfundur 2017

Málsnúmer 201705142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Málræktarsjóði, dagsett þann 12. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 13. júní n.k. kl. 15:30 á Hótel Sögu. Dalvíkurbyggð hefur rétt á að tilnefna einn aðila í fulltrúaráðið þar sem Dalvíkurbyggð lagði sjóðnum til fé fyrir árslok 1992.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 850

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga nr. 850 frá 19. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:22.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs