Byggðaráð

825. fundur 15. júní 2017 kl. 12:00 - 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Undir þessum lið komu á fundinn Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kl. 12:00

1.Innviðir fyrir rafbíla - styrkur Orkusjóðs

Málsnúmer 201706015Vakta málsnúmer

Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar.
Guðmundur Haukur Sigurðsson vék af fundi kl. 13:50

2.Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsóknargögn og farið yfir stöðu máls varðandi búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs vék af fundi kl. 14:15

3.Fundargerðir Eyþings 2017

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 296 frá 7. júní 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201706053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð.

5.Skýrsla RHA

Málsnúmer 201706058Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna í samræmi við samþykkt aðalfundar 2016. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Eyþings 7. júní og var til umfjöllunar á fundi fulltrúaráðs 8. júní 2017. Hún mun síðan verða til frekari umræðu á aðalfundi Eyþings í haust að lokinni umfjöllun í sveitarstjórnum innan Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundarboð 2017

Málsnúmer 201706059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð BHS ehf. sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 20 að Fossbrún 2 á Árskógsströnd.
Byggðarráð tilnefnir Bjarna Th. Bjarnason sveitarstjóra sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar á aðalfundi BHS ehf.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri