Fræðsluráð - 217

Málsnúmer 1706007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar.
Liður 5
Liður 6
  • Leikskólastjóri Krílakots, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, lagði fram endurskoðaða umbótaáætlun Krílakots. Þeirri fyrri var skilað til Menntamálastofnunar þegar ytra mat þeirra á leikskólanum lá fyrir. Breytingar taka mið af ábendingum sem bárust frá Menntamálastofnun í kjölfarið. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, lagði fram innra mat skólans fyrir skólaárið 2016-2017. Innra mat Dalvíkurskóla og Krílakots verður lagt fram á næsta fundi ráðsins. Dóróþea, kennsluráðgjafi, kynnti nýjar leiðbeiningar um innra mat sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í nóvember 2016. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð þakkar Gunnþóri og Dóróþeu fyrir kynningarnar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, kynnti niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir grunnskólakennara í Dalvíkurbyggð tengt Vegvísi 1 og tillögur til úrbóta sem byggja á niðurstöðunni. Niðurstöðurnar hafa verið sendar Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

    Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti niðurstöður úr rannsókn Vífils Karlssonar og Sveins Agnarssonar sem barst fyrri hluta árs 2017 á því hvaða þættir útskýra kostnaðaruppbyggingu íslenskra grunnskóla. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólamat í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Blágrýti ehf. Frestur skólaskrifstofu til að yfirfara gögnin og ljúka samningagerð rennur út 24. júlí. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að gerð samnings við Blágrýti ehf á grundvelli tilboðs þeirra og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólaakstur í Dalvíkurbyggð næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Ævari og Bóasi ehf. Skólaskrifstofa hefur frest til 24. júní til að yfirfara gögn og ljúka samningsgerð. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæða greiðslu vegna vanhæfis.



  • .7 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 39. og 40. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl.
    08:45 undir þessum lið.

    Lagt fram til kynningar.
  • .8 201706032 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 217 Bókun fundar Til máls tók:
    Valdís Guðbrandsdóttir, um fundargerðina.


    Fleiri tóku ekki til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.