Umhverfisráð - 290, frá 15.05.2017.

Málsnúmer 1705007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar.
Liður 4
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10, sérliður á dagskrá.
Liður 11
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15.
  • Til kynningar fyrirhuguð bygging Samherja á hátæknifrystihúsi við Dalvíkurhöfn.
    Á fundinn komu kl. 16:00 þau Birkir Baldvinsson, Gestur Geirsson, Atli Dagsson og Fanney Hauksdóttir.
    Umhverfisráð - 290 Ráðið þakkar kynninguna.
    Birkir Baldvinsson, Gestur Geirsson, Atli Dagsson og Fanney Hauksdóttir véku af fundi kl. 16:30.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði.
    Undir þessum kom á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 16:32.
    Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð felur umhverfisstjóra að hrinda í framkvæmd hreinsunarátaki við Sandskeið í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
    Fjarlægð verði númerslaus ökutæki og aðrir lausamunir sem ekki eru í almennri notkun.
    Einnig óskar ráðið eftir að lausamunir á lóð sveitarfélagsins milli Sandskeiðs 21 og 27 verði fjarlægðir.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.

    Lagt fram til kynningar
  • Með innsendum rafpósti dags 5. apríl 2017 óskar Gunnar Aðalbjörnsson fyrir hönd eigenda að Sognstúni 2 og Hafnarbraut 4 eftir aðkomu sveitarfélagsins vegna umgengni á nærliggjandi lóðum. Umhverfisráð - 290 Umhverfisstjóri upplýsti ráðið að lóðarhafa að Hafnarbraut 2a hafi þegar verið sent bréf þar sem honum er veittur 15 daga frestur til aðgerða. Verði ekkert að gert mun umhverfisstjóri framkvæma hreinsun á kostnað eiganda. Einnig hefur verið rætt við lóðarhafa nærliggjandi lóða sem þegar hafa gripið til aðgerða.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Umhverfis- og tæknideild leggur til eftirfarandi breytingar á umferð á Dalvík til að auka umferðaröryggi í bænum.

    Skíðabraut: sett verði þrenging í Skíðabraut til móts við Mímisveg. Markmiðið er að draga úr hraða ökutækja sem koma inn í bæinn og jafnframt til að auka öryggi íbúa við hús sem næst standa götu. Meðfylgjandi eru tillögur Vegagerðar um þrengingu.

    Mýrargata: afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

    Flæðarvegur: afnuminn verði hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

    Stórhólsvegur: afnuminn verði hægri réttur úr Stórhólsvegi inn á Svarfaðarbraut og sett biðskylda á Stórhólsveg inn á Svarfaðarbraut.
    Umhverfisráð - 290 Ráðið leggur til að við Skíðabraut verði sett þrenging til móts við Mímisveg. Við Mýrargötu afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
    Við Flæðarveg verði afnuminn hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
    Sviðsstjóra falið að auglýsa breytingarnar lögformlega.
    Einnig óskar ráðið eftir því að lögreglan verði boðuð á næsta fund ráðsins til frekari yfirferðar um umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Haukur Gunnarsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Á 285. fundi ráðsins þann 2. desember 2016 var eftirfarandi bókað.
    Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
    Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?
    Lög fram umsögn veiðifélags Svarfaðardalsár dags. 27. febrúar 2017 og friðlandsnefndar dags. 21. apríl 2017 vegna umsóknar Artic Sea Tours.
    Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð leggur til að umrætt leyfi verði ekki veitt þar sem umsagnir voru samhjóða um að hafna umsókninni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Haukur Gunnarsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .6 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
    Til umræðu framkvæmdir sumarsins 2017 Umhverfisráð - 290 Til umræðu og frekari útfærslu breytingar á framkvæmdaráætlun 2017.
    Samþykkt með fimm atkvæðum

    Valur Þór vék af fundi kl. 18:16
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • .7 201703070 Fundargerðir 2017
    Til kynningar fundargerð HNE frá 1. febrúar og 8. mars ásamt ársreikningi. Umhverfisráð - 290 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Með innsendu erindi dags. 09.maí 2017 óskar leikhópurinn Lotta eftir leyfi til sýningarhalds þann 1. ágúst 2017 og eins er sótt um styrk samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar styrkumsókn til byggðarráðs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags.11. maí 2017 óskar Guðrún Marinósdóttir eftir byggingarleyfi fyrir fjós að Búrfelli, Svarfaðardal. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 29. mars 2017 með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 24. apríl 2017 óskar Jón Geir Árnason eftir lóðinni Aðalbraut 14, Árskógssandi. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 20. apríl 2017 óska þau Kjartan Hjaltason og Nanna Hinriksdóttir eftir lóðinni Hringtún 25, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 15. maí 2017 sækir Óskar Þór Óskarsson eftir lóðinni Hringtún 32, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendur erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Báðir umsækjendur voru boðaðir á fundinn, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
    Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir véku af fundi kl. 18:50.
    Samþykkt með þremur atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
    Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið kl. 08:55.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi dags. 11. maí 2017 óskar Einar Ísfeld Steinarsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins.Báðir umsækjendur voru boðaðir, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
    Samþykkt með þremur atkvæðum.

    Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 19:15.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
    Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 08:56.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðini þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnat afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.