Byggðaráð

822. fundur 18. maí 2017 kl. 13:00 - 14:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Leigusamningur Rimar 2017 - 2027

Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum."



Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.



Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum.

2.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2027

Málsnúmer 201705080Vakta málsnúmer

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins á Dalvík.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:43.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum.

3.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar- tillaga um fulltrúa í ritnefnd

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd.

4.Tilboð í Lokastíg 1, íbúð 0201

Málsnúmer 201705114Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tilboðum sem hafa borist í Lokastíg 1, íbúð 0201 og íbúð 102.

Málið er í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

5.Tilboð í Kirkjuveg 9

Málsnúmer 201705115Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar óskaði fasteignasalan Hvammur í auglýsingu eftir tilboðum í fasteign sveitarfélagsins við Kirkjuveg 9. Tilboðsfrestur var til kl. 16:00 miðvikudaginn 10. maí s.l. Dalvíkurbyggð áskildi sér rétt til að taka hvaða kauptilboði sem er, eða hafna öllum.



Alls bárust 3 tilboð í eignina:



Kr. 8.000.000.

Kr. 17.500.000.

Kr. 18.600.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka hæsta kauptilboði í eignina að upphæð kr. 18.600.000 og samþykkir sölu á eigninni við Kirkjuveg 9.



6.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - mars 2017

Málsnúmer 201704068Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - mars 2017, þ.e. samanburður bókhalds í fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Greiðri leið; Aðalfundur Greiðrar leiðar 2017

Málsnúmer 201705125Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Greiðri leið ehf. dagsett þann 12. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 29. maí 2017 kl. 13:00 á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn.

8.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 201705126Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 12. maí 2017, þar sem minnt er á aðalfundinn þriðjudaginn 16. maí s.l.



Upplýst var á fundinum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, sótti fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 295

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 295 frá 15. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:51.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs