Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825, frá 15.06.2017.

Málsnúmer 1706013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 6
  • Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:32.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

    Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Lögð fram til kynningar umsóknargögn og farið yfir stöðu máls varðandi búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 296 frá 7. júní 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201706058 Skýrsla RHA
    Lögð fram skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna í samræmi við samþykkt aðalfundar 2016. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Eyþings 7. júní og var til umfjöllunar á fundi fulltrúaráðs 8. júní 2017. Hún mun síðan verða til frekari umræðu á aðalfundi Eyþings í haust að lokinni umfjöllun í sveitarstjórnum innan Eyþings.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201706059 Aðalfundarboð 2017
    Tekið fyrir aðalfundarboð BHS ehf. sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 20 að Fossbrún 2 á Árskógsströnd. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð tilnefnir Bjarna Th. Bjarnason sveitarstjóra sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar á aðalfundi BHS ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

    Enginn tók til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu; þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.