Félagsmálaráð - 208,frá 09.05.2017.

Málsnúmer 1704004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

  • .1 201703141 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201703141 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .2 201704065 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201704065 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .3 201705039 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705039 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .4 201705006 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705006 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .5 201705040 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705040 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .6 201705041 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705041 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .7 201705038 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705038
    Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .8 201705037 Trúnaðarmál
    Rúna Kristín Sigurðardóttir og Jóhannes Tryggvi Jónsson véku af fundi undir þessum lið kl 9:15. Þau komu aftur inn á fundinn að afgreiðslu lokinni kl. 9:28

    Trúnaðarmál - 201705037
    Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .9 201610024 Húsnæðismál
    Félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar barst bréf dags. 23.apríl 2017 frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð þar sem þau óska eftir tímasettri áætlun búsetuúrræða og atvinnumála fatlaðra einstaklinga í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð - 208 Félagsmálaráð er meðvitað um þörf fyrir búsetuúrræði fyrir fatlaða í Dalvíkurbyggð. Nú þegar er starfandi vinnuhópur á vegum sveitarfélagsins til að kortleggja þörf og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Á þessu ári er gert ráð fyrir 20 milljónum í undirbúningsvinnu og er gert ráð fyrir að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 liggi fyrir frekari áætlun.

    Félagsmálaráð bendir á að undanfarin ár hefur Dalvíkurbyggð verið í fararbroddi með atvinnu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og eru eða hafa verið starfandi einstaklingar með skerta starfsgetu á flestum starfsstöðum sveitarfélagsins. Á undanförnum árum hefur félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar útvegað börnum með fötlun á aldrinum 16-18 ára sumarvinnu og greitt launin þeirra þrátt fyrir að ekki sé lagaskylda þar um.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 6. febrúar 2017 um árlega skýrslu sveitarfélaga um félagsþjónustu á árinu 2016. Einnig var skýrsla lögð fram sem skilað hefur verið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Fram kemur í skýrslunni að alls er veitt heimilisþjónusta á 51 heimili í sveitarfélaginu og alls fengu 42 heimili fjárhagsaðstoð á árinu.
    Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þórhalla Franklín Karlsdóttir þroskaþjálfi vék af fundi.

    Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 10.mars 2017. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 117.mál. Óskað er umsagnar sveitafélaga.
    Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 3.maí 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 3.maí 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar fumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439.mál. Óskað er umsagnar sveitafélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 28.apríl 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Nefndarsviði Alþingis dags. 28.apríl 2017. Allsherjar - og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar fumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .16 201705061 Segulspjöld
    Þann 1. maí 2017 breytist útivistartími barna og unglinga samkvæmt lögum um barnavernd 92.gr. nr. 80/2002 en þar segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
    Félagsmálaráð - 208 Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið ákvörðun um að gefa öllum grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð segulspjöld um útivistareglurnar. Bókun fundar Vantar að vísa á lið í fjárhagsáætlun.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 8. maí 2017 þar sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Öldrunarheimili Akureyriar og Velferðarráðuneytið bjóða til málþings um Connect verkefnið. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu dags. 8. maí 2017 þar sem Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.
    Nú hefur komið í ljós að framkvæmd sumra sveitarfélaga við ákvörðun sérstaks húsnæðisstuðnings er með þeim hætti að sérstakar húsnæðisbætur lífeyrisþega almannatrygginga eru lægri en áður og lækka jafnvel umtalsvert samanborið við þann stuðning sem sveitarfélagið veitti þeim áður með sérstökum húsaleigubótum.

    Velferðarráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þarf ákvörðun um sérstakan húsnæðisstuðing að byggjast á heildarmati á aðstæðum umsækjanda, en ekki einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum. Meta þarf hvort um sé að ræða sérstaklega þunga framfærslubyrði eða aðrar félagslegar aðstæður sem leitt geta til þess að þörf fyrir stuðning sé meiri eða minni en hlutlæg viðmið gefa til kynna. Ef þessir þættir eru ekki metnir verður vandséð að sveitarfélag hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni við töku ákvörðunar um sérstakan húsnæðisstuðning. Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því þess vegna til sveitarfélaganna að tekið verði til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins hvað þetta varðar til þess að þessum markmiðum um heildarmat verði náð.

    Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar setti sér reglur í upphafi árs um sérstakan húsnæðisstuðning og sér félagsmálaráð ekki ástæðu til að breyta þeim reglum að svo stöddu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.