Umhverfisráð - 291, frá 16.06.2017.

Málsnúmer 1706014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar.
Liður 3
Liður 4
Liður 6
Liður 7
Liður 8
Liður 9
Liður 12, sér liður á dagskrá.
Liður 13, Ath.
Liður 14
  • Til umræðu umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
    Felix Jósafatsson varðstjóri lögreglunnar og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu inn á fundinn kl. 08:16.
    Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að fenginn verði sérfræðingur í umferðaröryggi ásamt Felix Jósafatsyni varðstjóra á næsta fund ráðsins þar sem farið verður heilstætt yfir umferðarmerkingar í öllu sveitarfélaginu.

    Felix vék af fundi kl. 09:04

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði eftir átak sem gert var í samvinnu við HNE í vor.
    Undir þessum lið situr Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri.
    Umhverfisráð - 291 Ráðið felur umhverfisstjóra að fjarlægja þá muni sem límt var á um miðjan maí í samráði við HNE fyrir lok júní 2017.
    Tekið skal fram eigendur þessara muna hafa haft rúman tíma til að bregðast við.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


    Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 1. júní 2017 óskar Jökull Bermann eftir að settar verði upp hraðahindranir í Svarfaðarbraut. Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar Jökli fyrir innsent erindi og felur umhverfisstjóra að setja upp hraðahindrun milli Svarfaðarbrautar 8 og 10. Einnig óskar ráðið eftir að þrengingu verði komið upp milli Bjarkarbrautar 13 og 15 og leggur áherslu á að þær þreningar sem gert var ráð fyrir á Hafnarbraut verði settar upp sem fyrst.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .4 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
    Til umræðu framkvæmdir sumarsins. Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til eftirfarandi breytingar á áður samþykktri framkvæmdaráætlun.
    Gangstétt frá Aðalgötu að Hafnargötu á Hauganesi verði sett upp.
    Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu á Árskógssandi verði löguð ásamt því að farið verði fram á það við Vegagerðina að hraðahindrun á Árskógssandsvegi verði lagfærð.
    Gangstéttir verði endurnýjaðar samkvæmt umræðum á fundinum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 14. júní 2017 óska þau Valdís Erla, Ingi Valur, Anna Guðrún og Agnes Anna fyrir hönd íbúasamtaka á Árskógssandi að koma á framfæri tilmælum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að ræða við verktaka skólaaksturs hvað varðar aðkomu að skýlinu ásamt því að ræða við vegagerðina vegna hraðahindrunar á Árskógssandsvegi.
    Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu verður lögð í sumar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti dags. 12. júní 2017 óskar Kári Hólm eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd Mílu vegna lagningar á ljósneti á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .7 201706062 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 7. júní 2017 óskar Ronnachain Khamsa-Ing og Phaksumohang Khogcharoen eftir lóðinni Böggvisbraut 14, Dalvík. Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta þeim Ronnachain Khamsa-Ing og Phaksumohang Khogcharoen lóðinni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Tekið fyrir erindi dags. 2. júní frá Einari Ísfeld þar sem hann skilar inn lóð að Böggvisbraut 20. Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að verða við erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .9 201705083 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík.
    Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að úthluta Guðmundi lóðinni.
    Undir þessu lið lýsti Haukur Arnar Gunnarsson sig vanhæfan og vék af fundi kl. 10:36
    Haukur Arnar kom aftur inn á fundin kl 10:40
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Haukur Gunnarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 09:00.
    Íris Hauksdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • .10 201706065 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sæbraut 5 til leigu. Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi kl 10:40
    Karl Ingi kom aftur inn á fundinn 10:45
    Bókun fundar Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:01.

    Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurskoðun á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 291 Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fyrir ráðið tillögur að breytingum fyrir næsta fund.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand. Umhverfisráð - 291 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 291 Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 15. júní 2017 óskar Agnes Anna Sigurðardóttir eftir leyfi til uppsetningar á auglýsingaskilti fyrir Kalda og Bjórböðin við þjóðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi í samráði við Vegagerðina.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.