Sveitarstjórn

344. fundur 26. apríl 2022 kl. 16:15 - 17:39 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Kristján Hjartarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1022, frá 24.03.2022

Málsnúmer 2203013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1023, frá 31.03.2022.

Málsnúmer 2203015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
13. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1024, frá 07.04.2022.

Málsnúmer 2204003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
5. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður er sér liður á dagskrá.
9. liður er sér liður á dagskrá.
10. liður er sér liður á dagskrá.
14. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1025, frá 19.04.2022.

Málsnúmer 2204007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður er sér liður á dagskrá.
5. liður er sér liður á dagskrá.
7. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 70, frá 06.04.2022.

Málsnúmer 2204002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 257, frá 05.04.2022.

Málsnúmer 2203004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 269, frá 20.04.2022

Málsnúmer 2204006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

8.Landbúnaðarráð - 144, frá 07.04.2022

Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 5. lið og leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

"Í nýjum samþykktum Dalvíkurbyggðar er nefndakerfi sveitarfélagsins einfaldað og ráðum fækkað, sameiginleg ákvörðun allra flokka í sveitarstjórn. Landbúnaðarráð hefur lýst áhyggjum sínum af að rödd landbúnaðarins týnist í þessum breytingum. Sömu raddir komu fram í menningarráði. Þess þarf að gæta við kjör í ráðin eftir kosningar að raddir mismunandi hópa heyrist. Við skipan í nefndir að loknum kosningum þurfa framboðin þrjú að hafa samvinnu að leiðarljósi og tryggja að breið þekking sé innan hvers ráðs á þeim málefnum sem undir það heyra. Ný sveitarstjórn hefur ýmis verkfæri til að tryggja að málaflokkar fái umfjöllun, skipan í vinnuhópa eða nefndir um sérstök mál. Þá er einnig hægt að breyta samþykktunum með tveimur umræðum í sveitarstjórn, ef þetta nýja fyrirkomulag reynist ekki vel þegar á reynir. "

Einnig tók til máls um 5.lið:
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Kristján E. Hjartarson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun.

9.Menningarráð - 91, frá 24.03.2022

Málsnúmer 2203009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

10.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 31, frá 31.03.2022.

Málsnúmer 2203014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
5. liður er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 371, frá 08.04.2022.

Málsnúmer 2204005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður er sér liðr á dagskrá.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 113, frá 25.03.2022

Málsnúmer 2203012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
2. liður er sér liður á dagskrá.
7. liður er sér liður á dagskrá.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir um fundargerðina.



Lagt fram til kynningar.

13.Frá 1025. fundi byggðaráðs þann 19.04.2022; Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202110026Vakta málsnúmer

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021. Gísli vék af fundi kl. 14:12. Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021, sundurliðun ársreiknings 2021, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2021 og endurskoðunarskýrsla 2021.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2021.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um 37,8 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 91,2 m.kr.
Hækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins fyrir samstæðuna var um 135,2 m.kr en gert var ráð fyrir 58,9 m.kr. Hækkunin varð mun meiri vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum vegna útreikninga.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 32,9 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 82,2 m.kr.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er 304,8 m.kr. Fjárfestingar voru 121,0 m.kr og lántaka ársins 2021 var engin.

Að öðru leiti er vísað til framsögu sveitarstjóra sem verður birt með fundargerð sveitarstjórnar ásamt ársreikningnum.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn 10. maí nk.

14.Frá 1022. fundi byggðaráðs þann 24.03.2022; Frá Árskógarskóla - Viðaukabeiðni

Málsnúmer 202203125Vakta málsnúmer

Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 11. mars 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða leikskólakennara/starfsmann í 100% stöðu til að hægt verði að taka við börnum sem bíða eftir leikskólaplássi. Kostnaður er átælaður kr. 1.646.196 frá 1. apríl til 8. júlí miðað við ráðningu á leikskólakennara. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04240 að upphæð kr. 1.646.196, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2022, viðauka nr. 3, að upphæð kr. 1.646.196 við deild 04240 vegna launa og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Beiðni um viðauka vegna ráðningar félagsráðgjafa á félagsmálasvið

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl., var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 6. apríl 2022, er varðar beiðni um viðauka á félagsmálasviði vegna ráðningar félagsráðgjafa. Í erindinu er óskað eftir heimild til að bæta við stöðugildi á sviðinu sem og eftir viðauka til að hægt sé að ráða félagsráðgjafa til starfa á félagsmálasviði. Lagabreytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri s.s. breyting á lögum um barnavernd sem og lög um farsæld barna. Þar eru lagðar skyldur á sveitarfélögin að félagsráðgjafi sé í starfi. Ýmsar útfærslur gætu verið á starfi félagsráðgjafa en ekkert er enn þá fast í hendi með það. Samkvæmt útreikningum starfsmannaþjónustu sveitarfélagsins þá er umbeðinn viðauki að fjárhæð kr. 9.620.998. Félagsráðgjafinn ætti einnig að sinna öldrunarþjónustu að þeim hluta sem sviðsstjóri felur honum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf og stöðugildi félagsráðgjafa, allt að 100% stöðu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.
2. varaforseti, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn undir þessum lið.
Katrín Sigurjónsdottir, sem leggur til að viðaukinn verði samþykktur en að sviðsstjóra félagamálasviðs verði falið að senda inn erindi til byggðaráðs vegna launaviðauka við málaflokk 02 þannig að launakostnaði vegna starfs félagsráðgjafa verði mætt í heild eða að hluta með lækkun á launaliðum í fjárhagsáætlun í samræmi við svigrúm og raunniðurstöður það sem af er árs.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimild til sviðsstjóra félagsmálasviðs að ráða félagsráðgjafa í allt að 100% stöðu hjá Dalvíkurbyggð. Jafnframt samþykktir sveitarstjórn samhljóða með 6 atkvæðum launaviðauka við fjárhagsáætlun, nr. 4 við fjárhagsáætlun 2022, inn á málaflokk 02 að upphæð kr. 9.620.998 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

16.Frá 1023. fundi byggðaráðs þann 29.03.2022; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Kirkjuvegi 11, íbúð 0011

Málsnúmer 202203171Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:43 og tók við fundarstjórn.

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Júlíusi Garðari Júlíussyni, rafpóstur dagsettur þann 29. mars sl, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011 en íbúðin er háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og afléttingu á öllum kvöðum sem tilgreindar eru og snúa að Dalvíkurbyggð vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011.

17.Frá 1025. fundi byggðaráðs þann 19.04.2022; Kauptilboð í Lokastíg 2, íbúð 0203

Málsnúmer 202204017Vakta málsnúmer

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Á fundinum var til umfjöllunar kauptilboð í fasteignina við Lokastíg 2, ibúð 0203. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði og að eignin verði tekin tímabundið af söluskrá."
Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:45.
2. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu kauptilboði sem og að eignin verði tekin timabundið af söluskrá.
Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

18.Frá 1023. fundi byggðaráðs þann 29.03.2022; Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð - erindisbréf - stýrihópur.

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:46.

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl., var eftirfarandi bókað:
"Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 8:23. Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Einnig tók til máls: Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að vísa þessum lið til byggðaráðs." Á fundi innkauparáðs (framkvæmdastjórnar) þann 22. desember sl. voru til umræðu innkaup Dalvíkurbyggðar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Varðandi hönnun og framkvæmdir á lóð Krílakots þá var ákveðið að stofnaður yrði stýrihópur um verkefnið með hagaðilum um málið (starfsfólk, foreldrar, börn, Eignasjóður), kynnt í byggðaráði þann 6. janúar sl. Helga Íris og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 08:48.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verði stýrihópur í samræmi við fjárhagsáætlunarferli með erindisbréfi. Erindisbréf verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar geri verðfyrirspurn vegna hönnunar á leikskólalóðinni miðað við áformaða stækkun á lóðinni." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn: Sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formaður fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan."
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson um lið 18 a).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og eftirfarandi:
a) Að eftirtaldir skipi stýrihópinn; sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formaður fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
b) Að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins.
c) Fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan.

19.Samþykkt um búfjárhald- endurskoðun. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.

20.Frá 1023. fundi byggðaráðs 31.03.2022; Jafnlaunavottun - Jafnlaunastefna- endurskoðun.

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar. Til umræðu ofangreint. Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

21.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Málsnúmer 202203174Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 25. mars 2022, þar sem með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum þá hefur Sambandið sett viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálasamtaka. Viðmiðunarreglurnar eru kynntar í bréfinu. Miðað er við kr. 189 á hvern íbúa sem á lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 1. janúar ár hvert. Miðað við fjölda íbúa Dalvíkurbyggðar 1.1.2022 þá væri upphæðin kr. 351.540. Gert er ráð fyrir kr. 350.000 í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka mið af ofangreindum viðmiðunarreglum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð taki mið af ofangreindum viðmiðunarreglum um framlög til stjórnmálasamtaka.

22.Frá 269. fundi fræðsluráðs þann 20.04.2022; Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir inntökureglur með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og tillögu að inntökureglum í leikskóla Dalvíkurbyggðar eins og þær liggja fyrir.

23.Frá 1023. fundi byggðaráðs þann 29.03.2022; Fiskidagurinn mikli; staða mála

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023.

24.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.

Málsnúmer 202202003Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla. Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Gísli vék af fundi kl. 14:10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum á 14. gr. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.

25.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Rafræn skeytamiðlun

Málsnúmer 202203180Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, tölvuumsjónarmann, um miðlun rafrænna reikninga. Þar kemur fram að UT-teymi Dalvíkurbyggðar leggur til, að vel athuguðu máli, að flytja alla skeytamiðlun Dalvíkurbyggðar yfir til Unimaze. Upphaf þessarar endurskoðunar kom í kjölfar breytinga vegna orkukerfisins sem Dalvíkurbyggð notar fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun.

26.Frá 269. fundi fræðsluráðs þann 20.04.2022; Skóladagatöl skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023. Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023 með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og tillögur að skóladagatölum fyrir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Leikskólann Krílakot fyrir skólaárið 2022-2023.

27.Frá 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 31.03.2022; Skóladagatal TÁT 2022 - 2023

Málsnúmer 202203166Vakta málsnúmer

Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2022 - 2023. Skólanefnd TÁT, samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2022 - 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga og tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2022-2023.

28.Frá 1022. fundi byggðaráðs þann 24.03.2022; Aðalfundarboð 2022 - Veiðifélag Svarfaðardalsár

Málsnúmer 202203119Vakta málsnúmer

Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir aðalfundarboð frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár, rafpóstur dagsettur þann 21. mars sl., þar sem boðar er til aðalfundar miðvikudaginn 1. apríl 2022 kl. 20:00 að Rimum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, til vara sviðsstjóra framkvæmdasviðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að sveitarstjóri sótti aðalfund Veiðifélags Svarfaðardalsár og til vara sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

29.Frá 113. fundi veitu- og hafnaráðs þann 25.03.2022; Ársfundur Norðurorku 2022

Málsnúmer 202203120Vakta málsnúmer

Á 113. fundi veitu- og hafnaráðs þann 25. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir boð frá Norðurorku hf. á ársfund félagsins sem verður haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 15.00 í Menningarhúsinu Hofi. Sviðsstjóri greindi frá fundi sem forsvarsmenn Norðurorku áttu með Dalvíkurbyggð nýverið. Á fundinum var rætt um að skipað verði í samstarfshóp um rannsóknir og samstarf í veitumálum. Erindisbréf liggur ekki fyrir og því mun verða fjallað nánar um það á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á ársfund Norðurorku og felur sviðsstjóra að senda inn tilkynningu um þátttöku til Norðurorku."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að fulltrúi verði sendur á ársfund Norðurorku.

30.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Beiðni um umsögn vegna umsóknar Í Tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 30. mars 2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar frá Í Tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-D Gistiskóli í Félagsheimilinu Rimar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa."
Til máls tók:
Kristján E. Hjartarson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 17:07.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn byggingafulltrúa.
Kristján E. Hjartarson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

31.Frá 1022. fundi byggðaráðs frá 24.03.2022; Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 202203124Vakta málsnúmer

Kristján E. Hjartarson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 17:08.

Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Dómsmálaráðherra , afrit af bréfi til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 21. mars 2022, er varðar endurskipulagningu sýslumannsembætta. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gagngerri endurskoðun á skipulagi sýslumannsembættanna verið hleypt af stokkunum sem miðar að því að sameina embætti landsins í eitt. Með bréfi þessu freistar ráðherra þess að vekja athygli sveitarstjórnarmanna um allt land á þessu mikilvæga verkefni til þess að tryggja að sveitarstjórnarmönnum auðnist að sjá þau miklu tækifæri sem felast almennt í starfrænni vegferð hins opinbera og þá sérstaklega fyrirhuguðum breytingum á landsbyggðinni. Til að eyða öllum vafa áréttar ráðherra að markmið þeirra aðgerða sem eru boðaðar eru ekki að færa núverandi starfsemi, sem er sinnt á 27 stöðum um land allt, undir eitt þak á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti er markmiðið að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt. Fram kemur að dómsmálaráðuneytið vill gjarnan eiga farsælt samráð við sveitarfélög landsins í þeirri vinnu sem bíður ráðuneytisins næstu misserin. Byggðaráð fagnar því að markmiðið sé að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt og þar meðal væntanlega starfsstöðina í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og tekur undir með byggðaráði að það er fagnaðarefni að markmiðið sé að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt og þar á meðal væntanlega starfsstöðina í Dalvíkurbyggð.

32.Frá 1025. fundi byggðaráðs frá 19.04.2022; Styrktarsjóður EBÍ 2022 - umsókn

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að sótt verði um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi".

33.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna

Málsnúmer 202204003Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf., dagsett þann 25. mars 2022, þar sem vísað er í fund fulltrúa Norðurorku hf og Dalvíkurbyggðar þann 8. mars sl. Óskað er eftir að komið verði á fót teymi frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku sem hafi það hlutverk að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna. Í þessu samhengi er vísað til samkomulags milli Norðurorku og Dalvíkurbyggðar frá 10. mars 2015. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipað verði í ofangreint teymi í samráði við veitu- og hafnaráð og samvinna verði hafin á næstu vikum á grundvelli samningsins frá árinu 2015."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og ofangreinda tillögu um skipan í teymi Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna.

34.Frá 144. fundi landbúnaðarráðs þann 07.04.2022; Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2022

Málsnúmer 202204008Vakta málsnúmer

Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2022. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 9.-11. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 30. sept. - 1. okt. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og tillögur um dagsetningar á göngum og réttum sem og eftirleitum og hrossasmölun.

35.Frá 371. fundi umhverfisráðs frá 08.04.2022; Umsókn um lóð - Böggvisbraut 14

Málsnúmer 202203131Vakta málsnúmer

Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dagsett 18. mars 2022 frá Sigmari Erni Harðarsyni og Maríu Björk Stefánsdóttur um lóðina að Böggvisbraut 14 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Böggvisbraut 14.

36.Frá 371. fundi umhverfisráðs frá 08.04.2022; Umsóknir um lóðir - Lyngholt 4, 6, 8 og Klapparstígur 18

Málsnúmer 202203137Vakta málsnúmer

Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir umsóknir frá Kötlu ehf. dagsettar 23. mars 2022 um fjórar lóðir á Hauganesi. Lóðirnar sem óskað er eftir eru: Lyngholt 4, 6 og 8 og Klapparstígur 18.Umhverfisráð samþykkir umsóknirnar og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:13.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum við Lyngholt 4, 6, 8 og Klapparstíg 18 á Hauganesi. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

37.Frá 371. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2022; Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:15.
Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ, Kirkjuveg og Karlsrauðatorg á Dalvík og breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 unnin af Form ráðgjöf og Teiknistofu Arkitekta. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

38.Frá 371. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2022; Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin aftur fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara en umhverfisráð fól starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir fundinn. Byggðaráð fjallaði um drögin og gerði ekki athugasemdir við þau en lagði áherslu á að umhverfisráð fjallaði um umsögnina áður en hún yrði send til Skipulagsstofnunar. Gefinn var viðbótarfrestur til 8. apríl 2022. Umhverfisráð fjallaði um umsagnardrögin og lagði til breytingar m.t.t. umsagnarbeiðninnar sjálfrar. Umhverfisráð samþykkir að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda kallar hún á skipulagsbreytingar sem heimila samráð og grenndarkynningar skv. lögum þar um. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara.

39.Frá 113. fundi veitu- og hafnaráðs þann 25.03.2022; Ytri hafnarmörk - fyrirspurn til aðildarhafna

Málsnúmer 202203038Vakta málsnúmer

Á 113. fundi veitu- og hafnaráðs þann 25. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi sveitarfélaga dagsett 7. mars, beiðni um upplýsingar. Á 442. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem var haldinn 18. febrúar sl., var fjallað um áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Í þeim tillögum sem eru í gangi er verið að ræða breytingu á skilgreiningu á hafnasvæðum á sjó. Stjórnin telur að um mjög stórt mál sé að ræða varðandi ábyrgð, hagsmuni og stöðu einstakra hafnarsvæða og því mikilvægt að gefinn sé rýmri tími til að yfirfara og meta þau atriði frá öllum hliðum, áður en frekari tillögur eru útfærðar í þessum efnum. Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir fari yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð. Breytingin sem um ræðir hljóðar svo: "Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar." Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum. Einnig væri æskilegt að fá með svörum siglingakort af viðkomandi hafnarsvæði þar sem mörk ytri og innri hafnar, lóðspunktar og annað sem máli skiptir í þessum efnum er merkt inná kortið. Óskað er eftir upplýsingum frá höfnum og myndum af siglingakortum í seinasta lagi 29. mars nk. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að svara könnuninni og senda inn umbeðin gögn fyrir 29. mars nk. Veitu- og hafnaráð telur ekki æskilegt að þrengja að núverandi skilgreiningu ytri marka hafna Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og tekur undir að ekki sé æskilegt að þrengja að núverandi skilgreiningu ytri marka hafna Dalvíkurbyggðar.

40.Kosning í yfirkjörstjórn skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og lögum um kosningar.

Málsnúmer 202204027Vakta málsnúmer

Með vísan í 72. gr. nýrra kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum þá þarf að kjósa nýja fulltrúa í yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar í staðinn fyrir aðalmennina Bjarna Jóhann Valdimarsson og Ingibjörgu Maríu Ingvadóttur og í staðinn fyrir varamanninn Guðbjörgu Ingu Ragnarsdóttur.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Íris Daníelsdóttir, Sunnubraut 2, Dalvík, í stað Ingibjargar Maríu Ingvadóttur frá B-lista.
Einar Hafliðason, Urðum, Svarfaðardal, í stað Guðbjargar Ingu Ragnarsdóttur frá B-lista.

Fyrir liggur tilnefning frá J-lista um;
Jón Steingrím Sæmundsson, Ásvegi 2, Dalvík, í stað Bjarna Jóhanns Valdimarssonar.


Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Íris, Einar og Jón Steingrímur réttkjörin sem aðalmenn og varamaður í yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar.

41.Ákvörðun um fjölda kjördeilda og kjörstað vegna kosningar til sveitarstjórnar

Málsnúmer 202203138Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga;

"Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 14. maí 2022, sbr. 11. gr. III. kafla laga um kosningar nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. X III. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum. Sbr. 11. og 78. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að vegna kosningar til sveitarstjórnar þann 14. maí nk. þá verði fjöldi kjördeilda einn í Dalvíkurbyggð og að kjörstaður verði í Dalvíkurskóla.

42.Frá 1024. fundi byggðaráðs þann 07.04.2022; Sveitarstjórnarkosningar 2022 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 202201085Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 5. apríl 2022, um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo: "Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu.". Sýslumaður bendir á að ósk sveitarstjórnar er nú forsenda skipunar kjörstjóra Sýslumanns. Standi vilji sveitarstjórna áframhaldandi samstarfs óskar Sýslumaður staðfestingar á því, svo fljótt sem verða má. Óskað er upplýsinga um mögulega kjörstjóraefni að teknu tilliti til vanhæfissjónarmiða. Gert er ráð fyrir að upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslu í samstarfi við sveitarfélögin hefjist um næstu mánaðarmót. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir þeirri umfjöllun sem ofangreint hefur fengið innanhúss og hvort og hvaða kostir eru í stöðinni.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Dalvíkurbyggð í samstarfi við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra og með því fyrirkomulagi sem starfsmenn hafa lagt til, sbr. ofangreint."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og ósk um að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Dalvíkurbyggð í samstarfi við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra og með því fyrirkomulagi sem starfsmenn hafa lagt til.

43.Um kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar 2022

Málsnúmer 202203139Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi upplýsingar:
"Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð umboð sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurðar um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.Samkvæmt nýjum kosningalögum þá þarf sveitarstjórn ekki lengur að staðfesta kjörskrá og þar af leiðandi þarf ekki lengur að undirrita kjörskrá þegar hún er lögð fram almenningi til sýnis. Jafnframt tekur núna Þjóðskrá Íslands við athugasemdum við kjörskrá.b) Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 14. maí 2022, sbr. 11. gr. III. kafla laga um kosningar nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. X III. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum.Sbr. 11. og 78. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar. "

Einnig fylgdu með leiðbeiningar til sveitarstjórna um meðferð kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. frá Þjóðskrá Íslands. Kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis í þjóðskrá 38 dögum fyrir kjördag þann 6. apríl 2022.Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár sem tekur þær til meðferðar. Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaga eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag. Á kjörskrá í Dalvíkurbyggð eru alls 1.437.

Sjá auglýsingu um framlagingu kjörskráar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/category/1/sveitarstjornarkosningar-i-dalvikurbyggd-14-mai-2022
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

44.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2022

Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 17. febrúar sl.
Enginn tók til máls.


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:39.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Kristján Hjartarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs