Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021

Málsnúmer 202110026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1025. fundur - 19.04.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll.

Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021.

Gísli vék af fundi kl. 14:12.
Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021. Gísli vék af fundi kl. 14:12. Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021, sundurliðun ársreiknings 2021, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2021 og endurskoðunarskýrsla 2021.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2021.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um 37,8 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 91,2 m.kr.
Hækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins fyrir samstæðuna var um 135,2 m.kr en gert var ráð fyrir 58,9 m.kr. Hækkunin varð mun meiri vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum vegna útreikninga.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 32,9 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 82,2 m.kr.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er 304,8 m.kr. Fjárfestingar voru 121,0 m.kr og lántaka ársins 2021 var engin.

Að öðru leiti er vísað til framsögu sveitarstjóra sem verður birt með fundargerð sveitarstjórnar ásamt ársreikningnum.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn 10. maí nk.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021. Gísli vék af fundi kl. 14:12. Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021, sundurliðun ársreiknings 2021, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2021 og endurskoðunarskýrsla 2021. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2021. Helstu niðurstöður eru: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um 37,8 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 91,2 m.kr. Hækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins fyrir samstæðuna var um 135,2 m.kr en gert var ráð fyrir 58,9 m.kr. Hækkunin varð mun meiri vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum vegna útreikninga. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 32,9 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 82,2 m.kr. Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er 304,8 m.kr. Fjárfestingar voru 121,0 m.kr og lántaka ársins 2021 var engin. Að öðru leiti er vísað til framsögu sveitarstjóra sem verður birt með fundargerð sveitarstjórnar ásamt ársreikningnum. Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn 10. maí nk."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.