Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar; tillaga að Jafnlaunastefnu

Málsnúmer 202008033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar.

Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Undir þessum lið kom á fundinn Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:00.

Launafulltrúi kynnti stöðu jafnlaunavottunar hjá Dalvíkurbyggð. Dalvíkurbyggð lauk vinnu við jafnlaunavottun þann 21.12.2020 og næsta skref er að vottunaraðili ljúki sinni vinnu.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar sl. kynnti launafulltrúi stöðu mála hvað varðar vinnu við jafnlaunavottun hjá Dalvíkurbyggð.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar um að vottunaraðilar hafa lokið sinni vinnu og samkvæmt rafpósti dagsettum þann 24. janúar sl. er tilkynnt um þá ákvörðun vottunaraðila um að veita Dalvíkurbyggð vottun um að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012. Fram kemur að Jafnréttisstofu verður tilkynnt um vottunarákvörðunina.

Byggðaráð fagnar þessum áfanga og þakkar vinnuhópnum og launafulltrúa fyrir alla vinnuna við þetta verkefni.

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar.

Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar. Til umræðu ofangreint. Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar. Til umræðu ofangreint. Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsa frá iCert vegna viðhaldsúttektar jafnlaunavottunar fyrir Dalvíkurbyggð. Niðurstaða úttektarstjóra er að markmiðum viðhaldsúttektarinnar hefur verið náð og að jafnalaunkerfi Dalvíkurbyggðar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og innri kröfur. Úttektarstjóri mælir því með óbreyttir stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Dalvíkurbyggðar innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Dalvíkurbyggðar.

Launafulltrúi fór yfir helstu niðurstöður á fundinum.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 15:56.
Lagt fram til kynningar.