Umsóknir um lóðir - Lyngholt 4, 6, 8 og Klapparstígur 18

Málsnúmer 202203137

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 371. fundur - 08.04.2022

Monika kom inn á fundinn kl 8:26
Teknar fyrir umsóknir frá Kötlu ehf. dagsettar 23. mars 2022 um fjórar lóðir á Hauganesi. Lóðirnar sem óskað er eftir eru: Lyngholt 4, 6 og 8 og Klapparstígur 18.
Umhverfisráð samþykkir umsóknirnar og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir umsóknir frá Kötlu ehf. dagsettar 23. mars 2022 um fjórar lóðir á Hauganesi. Lóðirnar sem óskað er eftir eru: Lyngholt 4, 6 og 8 og Klapparstígur 18.Umhverfisráð samþykkir umsóknirnar og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:13.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum við Lyngholt 4, 6, 8 og Klapparstíg 18 á Hauganesi. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.