Fiskidagurinn mikli; staða mála

Málsnúmer 202104105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Undir þessum lið vék Guðmundur St. Jónsson af fundi kl. 13:35 vegna vanhæfis.

Undir þessum lið kom á fundinn Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagins mikla, kl. 13:35 í gegnum TEAMS fund.

Framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla óskaði eftir fundi með byggðaráði um stöðu mála vegna ákvörðunar sinnar um að fresta Fiskideginum aftur í ár vegna kórónuveirunnar, sbr. fréttatilkynning.

Júlíus vék af fundi kl. 13:49.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið 2021 að upphæð kr. 5.500.000. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék Guðmundur St. Jónsson af fundi kl. 13:35 vegna vanhæfis.
Undir þessum lið kom á fundinn Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagins mikla, kl. 13:35 í gegnum TEAMS
fund.
Framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla óskaði eftir fundi með byggðaráði um stöðu mála vegna ákvörðunar sinnar
um að fresta Fiskideginum aftur í ár vegna kórónuveirunnar, sbr. fréttatilkynning.
Júlíus vék af fundi kl. 13:49.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn
Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið
2021 að upphæð kr. 5.500.000. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 15:18.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið 2021 að upphæð kr. 5.500.000. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:13 vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu.

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var sveitarstjóra falið að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um forsendur á greiðslu á styrk að upphæð kr. 5.500.000 árið 2021 þar sem fyrir liggur að Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind drög að samningi með því skilyrði að drögin verði uppfærð miðað við almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:13 vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu. Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var sveitarstjóra falið að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um forsendur á greiðslu á styrk að upphæð kr. 5.500.000 árið 2021 þar sem fyrir liggur að Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind drög að samningi með því skilyrði að drögin verði uppfærð miðað við almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:00.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samningsdrög við Fiskidaginn mikla með áorðnum breytingum. Guðmundur St. jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis.

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023.

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023.

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað: Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Jón Ingi Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum samningi við stjórn Fiskidaginn Mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög við Fiskidaginn mikla og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað: Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Jón Ingi Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023. " Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum samningi við stjórn Fiskidaginn Mikla.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög við Fiskidaginn mikla og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Fiskidaginn mikla.