Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022.

Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því.
Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1021. fundur - 17.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun og eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022.

Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því.

Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:24.

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun og eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022. Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því. Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Lagt fram til kynningar."

Gert var ráð fyrir að fundur umhverfisráðs yrði á morgun 1. apríl og að drög að umsögn færi fyrir ráðið fyrir tilskilinn tíma. Fundur umhverfisráð verður í næstu viku og því eru drög að ofangreindi umsögn meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja fyrir en ráðið leggur áherslu á að umhverfisráð fjalli um umsögnina áður en hún fer til Skipulagsstofnunar.

Umhverfisráð - 371. fundur - 08.04.2022

Tekin aftur fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara en umhverfisráð fól starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir fundinn.
Byggðaráð fjallaði um drögin og gerði ekki athugasemdir við þau en lagði áherslu á að umhverfisráð fjallaði um umsögnina áður en hún yrði send til Skipulagsstofnunar. Gefinn var viðbótarfrestur til 8. apríl 2022.
Umhverfisráð fjallaði um umsagnardrögin og lagði til breytingar m.t.t. umsagnarbeiðninnar sjálfrar. Umhverfisráð samþykkir að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda kallar hún á skipulagsbreytingar sem heimila samráð og grenndarkynningar skv. lögum þar um.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin aftur fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara en umhverfisráð fól starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir fundinn. Byggðaráð fjallaði um drögin og gerði ekki athugasemdir við þau en lagði áherslu á að umhverfisráð fjallaði um umsögnina áður en hún yrði send til Skipulagsstofnunar. Gefinn var viðbótarfrestur til 8. apríl 2022. Umhverfisráð fjallaði um umsagnardrögin og lagði til breytingar m.t.t. umsagnarbeiðninnar sjálfrar. Umhverfisráð samþykkir að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda kallar hún á skipulagsbreytingar sem heimila samráð og grenndarkynningar skv. lögum þar um. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara.

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Fyrir fundinum lá ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu á landvinnslu stórþara á Dalvík eða Húsavík. Niðurstaðan er að stofnunin telji að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli hún ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.