Frá Júlíusi Garðari Júlíussyni; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Kirkjuvegi 11, íbúð 0011

Málsnúmer 202203171

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Júlíusi Garðari Júlíussyni, rafpóstur dagsettur þann 29. mars sl, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011 en íbúðin er háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:43 og tók við fundarstjórn.

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Júlíusi Garðari Júlíussyni, rafpóstur dagsettur þann 29. mars sl, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011 en íbúðin er háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og afléttingu á öllum kvöðum sem tilgreindar eru og snúa að Dalvíkurbyggð vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011.