Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2022

Málsnúmer 202204008

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 144. fundur - 07.04.2022

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2022. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 9.-11. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 30. sept. - 1. okt.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2022. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 9.-11. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 30. sept. - 1. okt. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og tillögur um dagsetningar á göngum og réttum sem og eftirleitum og hrossasmölun.