Frá Árskógarskóla; Viðaukabeiðni

Málsnúmer 202203125

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1022. fundur - 24.03.2022

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 11. mars 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða leikskólakennara/starfsmann í 100% stöðu til að hægt verði að taka við börnum sem bíða eftir leikskólaplássi. Kostnaður er átælaður kr. 1.646.196 frá 1. apríl til 8. júlí miðað við ráðningu á leikskólakennara.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04240 að upphæð kr. 1.646.196, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 11. mars 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða leikskólakennara/starfsmann í 100% stöðu til að hægt verði að taka við börnum sem bíða eftir leikskólaplássi. Kostnaður er átælaður kr. 1.646.196 frá 1. apríl til 8. júlí miðað við ráðningu á leikskólakennara. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04240 að upphæð kr. 1.646.196, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2022, viðauka nr. 3, að upphæð kr. 1.646.196 við deild 04240 vegna launa og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.