Samþykkt um búfjárhald- endurskoðun

Málsnúmer 202202072

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 143. fundur - 03.03.2022

Farið yfir og rædd samþykkt Dalvíkurbyggðar um búfjárhald sem þarfnast endurskoðunar.
Landbúnaðarráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að uppfæra samþykktina samkvæmt umræðum á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 144. fundur - 07.04.2022

Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt.
Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð eins og hún liggur fyrir.