Kosning í yfirkjörstjórn skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og lögum um kosningar.

Málsnúmer 202204027

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Með vísan í 72. gr. nýrra kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum þá þarf að kjósa nýja fulltrúa í yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar í staðinn fyrir aðalmennina Bjarna Jóhann Valdimarsson og Ingibjörgu Maríu Ingvadóttur og í staðinn fyrir varamanninn Guðbjörgu Ingu Ragnarsdóttur.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Íris Daníelsdóttir, Sunnubraut 2, Dalvík, í stað Ingibjargar Maríu Ingvadóttur frá B-lista.
Einar Hafliðason, Urðum, Svarfaðardal, í stað Guðbjargar Ingu Ragnarsdóttur frá B-lista.

Fyrir liggur tilnefning frá J-lista um;
Jón Steingrím Sæmundsson, Ásvegi 2, Dalvík, í stað Bjarna Jóhanns Valdimarssonar.


Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Íris, Einar og Jón Steingrímur réttkjörin sem aðalmenn og varamaður í yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar.