Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 265. fundur - 08.12.2021

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leggur fram tillögu um breytingu á orðalagi á inntökureglum leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að skoða verkferla er varða inntöku barna í leikskóla í samráði við leikskólastjóra á milli funda.

Fræðsluráð - 266. fundur - 12.01.2022

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri kom með tillögu að texta inn í inntökureglur Dalvíkurbyggðar í leikskóla.
Endurskoðaðar inntökureglur verða lagðar fyrir næsta fund fræðsluráðs til samþykktar.

Fræðsluráð - 267. fundur - 09.02.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að klára innritunarreglur leikskóla og endurskoðaðar reglur verða lagðar fyrir fræðsluráð á næsta fundi.

Fræðsluráð - 268. fundur - 09.03.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar inntökureglur leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 269. fundur - 20.04.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir inntökureglur með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Magni Þór Óskarsson, kom inn á fund kl. 08:10.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir inntökureglur með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og tillögu að inntökureglum í leikskóla Dalvíkurbyggðar eins og þær liggja fyrir.