Landbúnaðarráð - 144, frá 07.04.2022

Málsnúmer 2204001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
3. liður er sér liður á dagskrá.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 5. lið og leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

"Í nýjum samþykktum Dalvíkurbyggðar er nefndakerfi sveitarfélagsins einfaldað og ráðum fækkað, sameiginleg ákvörðun allra flokka í sveitarstjórn. Landbúnaðarráð hefur lýst áhyggjum sínum af að rödd landbúnaðarins týnist í þessum breytingum. Sömu raddir komu fram í menningarráði. Þess þarf að gæta við kjör í ráðin eftir kosningar að raddir mismunandi hópa heyrist. Við skipan í nefndir að loknum kosningum þurfa framboðin þrjú að hafa samvinnu að leiðarljósi og tryggja að breið þekking sé innan hvers ráðs á þeim málefnum sem undir það heyra. Ný sveitarstjórn hefur ýmis verkfæri til að tryggja að málaflokkar fái umfjöllun, skipan í vinnuhópa eða nefndir um sérstök mál. Þá er einnig hægt að breyta samþykktunum með tveimur umræðum í sveitarstjórn, ef þetta nýja fyrirkomulag reynist ekki vel þegar á reynir. "

Einnig tók til máls um 5.lið:
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Kristján E. Hjartarson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun.