Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.

Málsnúmer 202202003

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 30. fundur - 11.02.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildastjóri fræðslu -, frístunda - og menningarmála í Fjallabyggð, fóru yfir drög að endurskoðuðum samstarfssamningi.
Skólanefnd TÁT felur Gísla, sviðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Ríkey deildarstjóra í Fjallabyggð að klára drög að endurskoðuðum samningi og leggja hann fyrir á næsta fundi.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 31. fundur - 31.03.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.
Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

Byggðaráð - 1024. fundur - 07.04.2022

Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla. Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum.

Gísli vék af fundi kl. 14:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum á 14. gr. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla. Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Gísli vék af fundi kl. 14:10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum á 14. gr. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 32. fundur - 09.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði á gildandi samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.
Lagt fram til kynningar.