Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka vegna ráðningar félagsráðgjafa á félagsmálasvið, 100% staða.

Málsnúmer 202202047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1024. fundur - 07.04.2022

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 6. apríl 2022, er varðar beiðni um viðauka á félagsmálasviði vegna ráðningar félagsráðgjafa.

Í erindinu er óskað eftir heimild til að bæta við stöðugildi á sviðinu sem og eftir viðauka til að hægt sé að ráða félagsráðgjafa til starfa á félagsmálasviði. Lagabreytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri s.s. breyting á lögum um barnavernd sem og lög um farsæld barna. Þar eru lagðar skyldur á sveitarfélögin að félagsráðgjafi sé í starfi. Ýmsar útfærslur gætu verið á starfi félagsráðgjafa en ekkert er enn þá fast í hendi með það. Samkvæmt útreikningum starfsmannaþjónustu sveitarfélagsins þá er umbeðinn viðauki að fjárhæð kr. 9.620.998. Félagsráðgjafinn ætti einnig að sinna öldrunarþjónustu að þeim hluta sem sviðsstjóri felur honum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf og stöðugildi félagsráðgjafa, allt að 100% stöðu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl., var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 6. apríl 2022, er varðar beiðni um viðauka á félagsmálasviði vegna ráðningar félagsráðgjafa. Í erindinu er óskað eftir heimild til að bæta við stöðugildi á sviðinu sem og eftir viðauka til að hægt sé að ráða félagsráðgjafa til starfa á félagsmálasviði. Lagabreytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri s.s. breyting á lögum um barnavernd sem og lög um farsæld barna. Þar eru lagðar skyldur á sveitarfélögin að félagsráðgjafi sé í starfi. Ýmsar útfærslur gætu verið á starfi félagsráðgjafa en ekkert er enn þá fast í hendi með það. Samkvæmt útreikningum starfsmannaþjónustu sveitarfélagsins þá er umbeðinn viðauki að fjárhæð kr. 9.620.998. Félagsráðgjafinn ætti einnig að sinna öldrunarþjónustu að þeim hluta sem sviðsstjóri felur honum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf og stöðugildi félagsráðgjafa, allt að 100% stöðu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.
2. varaforseti, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn undir þessum lið.
Katrín Sigurjónsdottir, sem leggur til að viðaukinn verði samþykktur en að sviðsstjóra félagamálasviðs verði falið að senda inn erindi til byggðaráðs vegna launaviðauka við málaflokk 02 þannig að launakostnaði vegna starfs félagsráðgjafa verði mætt í heild eða að hluta með lækkun á launaliðum í fjárhagsáætlun í samræmi við svigrúm og raunniðurstöður það sem af er árs.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimild til sviðsstjóra félagsmálasviðs að ráða félagsráðgjafa í allt að 100% stöðu hjá Dalvíkurbyggð. Jafnframt samþykktir sveitarstjórn samhljóða með 6 atkvæðum launaviðauka við fjárhagsáætlun, nr. 4 við fjárhagsáætlun 2022, inn á málaflokk 02 að upphæð kr. 9.620.998 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.