Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 892. fundur - 10.01.2019

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019.

Félagsmálaráð - 225. fundur - 15.01.2019

Lagt fram til kynningar ákvörðun byggðaráðs 892.fundi dags 10.01.2019 þar sem samþykkt var samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Í hverjum vinnuhóp er sviðsstjóri, starfsmenn sviðsins og 4 sveitarstjórnarmenn þvert á ráð.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 899. fundur - 07.03.2019

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
"Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019."

Með fundarboðið byggðaráðs fylgdu tillögur vinnuhópanna, sem eru vinnuskjöl innanhúss. Vinnuhóparnir voru 6 talsins:

Vinnuhópur 2; Félagsmálasvið.
Vinnuhópur 3; Fræðslumál.
Vinnuhópur 4; Menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál.
vinnuhópur 5; Umhverfis- og tæknisvið.
Vinnuhópur 6; Veitu- og hafnasvið.
Vinnuhópur 7; Fjármála- og stjórnsýslusvið.

Í hverjum vinnuhópi voru 5; 4 kjörnir fulltrúar og sviðsstjóri viðkomandi fagsviðs. Sveitarstjóri vann með vinnuhópi 4 og sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs með vinnuhópi 3.

Vinnuhópur 1 er byggðaráð og starfsmenn byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi.

Félagsmálaráð - 227. fundur - 08.03.2019

Tekið fyrir erindi um starfsemi og rekstur Dalvíkurbygggðar, vinnuhóp 2 félagsmálasvið. Farið yfir tillögur vinnuhópsins.

Ungmennaráð - 21. fundur - 12.03.2019

Vinnuhópar um rekstur Dalvíkurbyggðar hafa verið að störfum undanfarið og eru að skila inn tillögum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þá vinnu sem farið hefur fram hjá vinnuhópunum. Ekki var farið efnislega yfir þær tillögur sem hafa komið fram. Ungmennaráð óskar eftir því að ef ákveðið verði að gera breytingar sem tengjast börnum og ungmennum að ráðið fái slíkt til umsagnar.

Fræðsluráð - 235. fundur - 13.03.2019

Trúnaðarmál

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 900. fundur - 14.03.2019

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað.
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. "

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði. Lagt fram til kynningar."

Áframhaldandi umræða og yfirferð á tillögum vinnuhópanna.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 236. fundur - 27.03.2019

Bókað í trúnaðarmálabók.

Umhverfisráð - 317. fundur - 27.03.2019

Trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 901. fundi umhverfisráðs þann 21. mars 2019 var áframhaldandi umræða um tillögur vinnuhópanna um starfssemi og rekstur Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að flokka tillögur vinnuhópanna þannig byggðaráði hafi yfirsýn yfir hvaða tillögur byggðaráð fjalli beint um og hvaða tillögur ættu að fara áfram til umfjöllunar í fagráðunum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi flokkun og yfirlit frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fagráðanna til umfjöllunar og afgreiðslu eftir því sem við á.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 110. fundur - 02.04.2019

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi."
Lagðar fram tilögur vinnuhóps sem fór yfir íþrótta- og æskulýðsmál.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að fundir ungmennaráðs verði ekki fækkað meira en niður í 8 fundi á ári.
Íþrótta- og æskulýðsráð er mótfallið því að tóna niður viðburðinn um kjör á íþróttamanni ársins. Þetta er uppskeruhátíð íþrótta-og afreksfólks í sveitarfélaginu og því mikilvægt að viðburðinum verði sýndur sómi og vel gert við gesti.

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi samþykkt:

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 43. fundur - 03.04.2019

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti þær tillögur er varðar atvinnumála-og kynningarráð.
Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Menningarráð - 73. fundur - 03.04.2019

Bókað í trúnaðarmálabók

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var til umfjöllunar flokkun sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á tillögum vinnuhópa um starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar þannig að byggðaráð hafi yfirsýn yfir hvaða tillögur byggðaráð fjalli beint um og hvaða tillögur ættu að fara áfram til umfjöllunar í fagráðunum. Yfirlitinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu fagráðanna eftir því sem við á.

Á fundinum var farið yfir þær tillögur er snúa beint að byggðaráði ásamt þeirri umfjöllun fagráðanna sem nú þegar liggja fyrir.


Byggðaráð mun vera með ofangreinda flokkun áfram til vinnslu á næsta fundi / fundum.

Menningarráð - 74. fundur - 06.06.2019

Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir liðum 1. - 3.
Bókað í trúnaðarmálabók

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Farið yfir flokkun á tillögum vinnuhópa vegna skoðunar á rekstri og starfsemi Dalvíkurbyggðar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 - 2023.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem eru á ábyrgðasviði hans í tillögunum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir flokkun á tillögum vinnuhópa vegna skoðunar á rekstri og starfsemi Dalvíkurbyggðar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 - 2023.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem eru á ábyrgðasviði hans í tillögunum.
Lagt fram til kynningar."

Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021 - 2023 var farið yfir tillögur vinnuhópanna.
Farið áfram yfir þá liði sem snúa beint að byggðaráði og þeim komið í farveg.

Fræðsluráð - 242. fundur - 09.10.2019

Farið yfir tilllögur vinnuhóps um fræðslumál vegna starfsemi og reksturs Dalvíkurbyggðar
Fræðsluráð fór yfir tillögur vinnuhóps frá því í vor. Hluti af tillögum starfshópsins eru komnar inn í starfsáætlun stofnana fyrir fjárhagsárið 2020. Áfram verður unnið með þær og aðrar tillögur á næsta ári.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 var til umfjöllunar viðaukabeiðni vegna viðhalds á dráttarvél umhverfis- og tæknisviðs. Í framhaldi af því sköpuðust umræður um nauðsyn þess að móta reglur vegna umgengni um tækjabúnað og bifreiðaeign sveitarfélagsins.

Með fundarboði fylgdu drög að verkefnislýsingu fyrir vinnuhóp um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar sveitarfélagsins. Markmið vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila.

Lagt er til að vinnuhópinn skipi 4 aðilar: Einn frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.

Vinnuhópurinn skili drögum að nýrri stefnu, skráningu og vinnulagi fyrir 30. apríl 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar taki til starfa samkvæmt fyrirliggjandi verkefnislýsingu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum og að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Þórhalla Karlsdóttir. Kostnaður vegna starfa kjörins fulltrúa bókist á deild 21030, nefndir.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 var til umfjöllunar viðaukabeiðni vegna viðhalds á dráttarvél umhverfis- og tæknisviðs. Í framhaldi af því sköpuðust umræður um nauðsyn þess að móta reglur vegna umgengni um tækjabúnað og bifreiðaeign sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdu drög að verkefnislýsingu fyrir vinnuhóp um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar sveitarfélagsins. Markmið vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Lagt er til að vinnuhópinn skipi 4 aðilar: Einn frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar. Vinnuhópurinn skili drögum að nýrri stefnu, skráningu og vinnulagi fyrir 30. apríl 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar taki til starfa samkvæmt fyrirliggjandi verkefnislýsingu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum og að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Þórhalla Karlsdóttir. Kostnaður vegna starfa kjörins fulltrúa bókist á deild 21030, nefndir."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þórhalla Karlsdóttir, fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað í eigu sveitarfélagsins sem samþykktur var á fundi sveitarstjórnar 17. mars 2020.

Þórhalla gerði grein fyrir störfum vinnuhópsins og drögum að tillögu.

Til umræðu ofangreint.

Þórhalla vék af fundi kl.13:53.
Lagt fram til kynningar.