Byggðaráð

912. fundur 11. júlí 2019 kl. 08:15 - 12:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lokastígur 2, íbúð 201, sala á eigninni

Málsnúmer 201906107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu-og innheimtufulltrúi, kl.8:15.

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskaði eftir heimild, í samráði við þjónustu- og innheimtufulltrúa, að fasteignin við Lokastíg 2, íbúð 201, verði sett á söluskrá. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að fá þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðsstjóra félagsmálasviðs til fundar til að fara yfir stöðu mála um húsnæðismál sveitarfélagsins. "

Þjónustu- og innheimtufulltrúi fór yfir samantekt sína hvað varðar útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar og virkan biðlista eftir íbúðum. Einnig kynnti hún ásamt sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs yfirferð þeirra með sviðsstjóra félagsmálasviðs á fundi 8. júlí s.l.

Til umræðu ofangreint.

Íris vék af fundi kl. 08:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúðin við Lokastíg 2,íbúð 201,verði sett á söluskrá.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201906092Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Árna Daníel Júlíussyni; varðar styrkumsókn til Byggðarsafns og Dalvíkurbyggðar vegna fornleifarannsóknar

Málsnúmer 201905055Vakta málsnúmer

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Á 74. fundi menningarráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs."

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi undir þessum lið kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð geti ekki orðið við ofangreindu erindi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrirspurn frá Árna Daníel Júlíussyni, rafbréf dagsett þann 1.júlí 2019, þar sem innt er eftir hvort einhverjar sérstakar ástæður voru bornar fram fyrir höfnuninni? Sinnir sveitarfélagið almennt ekki beiðnum af þessu tagi eða var einhver galli á umsókninni sem sérstaklega var tiltekinn?
Árni Daníel óskar eftir að koma þessum athugasemdum á framfæri við rétta aðila.

Til umræðu ofangreint.

Dalvíkurbyggð hefur uppfyllt sínar skyldur hvað varðar fornleifaskráningu í sveitarfélaginu samkvæmt Aðalskipulagi. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun sveitarfélagins í styrkveitingar í verkefni sem þessi.

4.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka v. framkvæmdir 2019

Málsnúmer 201809045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson,sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl.09:10.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 1.júlí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.000.000 á lið 10300-4396 vegna óvenju mikilla viðgerða á gatnakerfi
sveitarfélagsins auk þess sem kostnaður við götumálun varð töluvert meiri en gert var ráð fyrir.
Það skýrist af viðbótum sem gerðar voru í vor.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við fjárhagsáætlun 2019 á lið 10300-4396 vegna viðhalds á götum, gangstéttum og kantsteinum, viðauki nr. 16/2019, og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka v. álímingar HNE júní 2019

Málsnúmer 201906088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs,dagsett þann 1. júlí 2019, þar óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.200.000,- á 08210-4396 til að standa straum af kostnaði við að fjarlægja þau farartæki sem HNE hefur límt á í sveitarfélaginu.
En samkvæmt upplýsingum frá HNE má gera ráð fyrir allt að kr. 120.000,- á farartæki og um er að ræða allt að 10
tæki.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 09:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við deild 82100 á lið 4396 allt að kr. 1.200.000, viðauki 17/2019, og að honum sé mætt með heimild til að nýta auknar tekjur umfram áætlun innan sömu deildar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ferlið verði þó yfirfarið og endurskoðað eins og rætt var um á fundinum, áður en stofnað verður til útgjalda.

6.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; ósk um viðauka við fjárhagsáætlun vegna rekstrarvanda Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201906017Vakta málsnúmer

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 11.júní 2019. Erindið er í þremur liðum og er óskað eftir umfjöllun um þá:

Liður A: Rekstrarvandinn í dag og lausn hans.
Liður B: Nýr samningur
Liður C: Viðhald og framkvæmdir í fólkvanginum, á skíðasvæðinu og nærumhverfi Brekkusels.

Þá eru lögð fram með erindinu fjögur fylgiskjöl með upplýsingum um stöðu mála ásamt aðsóknartölum og framlögum í samanburði við önnur skíðasvæði á landinu af sambærilegri stærð.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með Snæþóri Arnþórssyni, Elísu Rún Ingvarsdóttur og Gerði Olofsson frá Skíðafélagi Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til íþrótta- og æskulýðsráðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umhverfis- og tæknisviðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra fyrir hönd sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagett þann 8. júlí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 12.000.000 á lið 06800-9145 vegna rekstrarvanda Skíðafélags Dalvíkur. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 12.000.000 þannig að liður 06800-9145 verði kr. 57.346.054 í stað 45.346.054.Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er metið svigrúm til að mæta honum með öðrum hætti.

7.Frá Ragnari Þ Þóroddssyni; Ósk um lán/leigu á gamla skóla um Fiskidagshelgina

Málsnúmer 201907023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 5.júlí 2019, þar sem óskað er eftir að fá Gamla skóla, aðeins eldri part, og innganginn í hann í gegnum yngri partinn sem snýr að Skíðabraut að láni eða leigu í um þrjá daga í kringum Fiskidag eða frá og með 8. ágúst til og með 11. ágúst. Hugmyndin er að hafa opið og sýna gestum Fiskidagsins safn Brimars sem Dalvíkurbyggð á. Safnið hangir enn uppi í eldri parti Gamla skóla svo þetta sé ekki mikið mál.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að semja við Ragnar um leigu á Gamla skóla þessa daga samkvæmt skilyrðum byggðaráðs. Sveitarstjóra falið að koma þeim skilyrðum áleiðis til sviðsstjóra.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Einingu-iðju vegna a) endurskoðunar á viðræðuáætlunum og b) vegna kjaraviðræðna.

Málsnúmer 201812010Vakta málsnúmer

a)Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2.júlí 2019, er varðar endurskoðun viðræðuáætlana við stéttarfélög sem eru í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og eingreiðslur.


b) Tekið fyrir erindi frá Einingu-Iðju, dagsett þann 1. júlí 2019, þar sem Eining-Iðja fer fram á að sveitarfélögin við Eyjafjörð greiði starfsmönnum sínum sem starfa eftir samningi SGS kr. 105.000 eingreiðslu þann 1. ágúst n.k. miðað við 100% starf þann 1. júní s.l. og hlutfallslega fyrir lægra stöðuhlutfall.


a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi frá Einingu-Iðju. Kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið er ekki að koma að kjaraviðræðum.

9.Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu 14. maí til 2. júlí 2019.
Lagt fram til kynningar.

10.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - tillögu vinnuhópa vegna vinnu við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir flokkun á tillögum vinnuhópa vegna skoðunar á rekstri og starfsemi Dalvíkurbyggðar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 - 2023.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem eru á ábyrgðasviði hans í tillögunum.
Lagt fram til kynningar."

Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021 - 2023 var farið yfir tillögur vinnuhópanna.
Farið áfram yfir þá liði sem snúa beint að byggðaráði og þeim komið í farveg.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

a) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2020.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júlí 2019, er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar.

b) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samþykkt stjórnar Sambandsins vegna álagsprósenta fasteignaskatts.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi þann 21. júní 2019 þar sem minnt er á yfirlýsingu Sambandsins í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl þar sem sveitarfélögin eru hvött til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% árið 2020,en minna ef verðbólgan verði lægri.

c) Annað skv. tímaramma
a) Lagt fram til kynningar
b) Lagt fram til kynningar
c) Lagt fram til kynningar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga;fundargerð stjórnar nr. 872

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 872 frá 21. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; fundargerð stjórnar frá 18. júní 2019.

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses frá 25. júní 2019.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá 323. fundi umhverfisráðs þann 24.06.2019;Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Á 323. fundi umhverfisráðs þann 24. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11. apríl 2019.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 315. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2019 var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögu umhverfisráðs frá 322. fundi: " Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti þannig að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs."

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnahverfis, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Frá 323. fundi umhverfsiráðs þann 24.06.2019; Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

a) Á 323. fundi umhverfisráðs þann 24.júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 315. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2019 var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögu umhverfisráðs frá 322. fundi:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu:Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð)."

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun frá íbúum Túnahverfis dagsett þann 5. júlí 2019 þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Túnahverfis og gerð er sú krafa að gildandi skipulag verði látið standa óbreytt. Undir áskorunina undirrita 38 íbúar í Túnahverfi.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Hóla- og Túnahverfi ásamt greinargerð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


b) Byggðaráð bendir íbúum í Túnahverfi á að ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu.
Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/

Einnig bendir byggðaráð á að tillaga að breytingu á skipulaginu snýr að Túna- og Hólahverfi.

16.Umhverfisráð - 323, frá 24.06.2019

Málsnúmer 1906009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður, sér liður á dagskrá.
  • 16.1 201402123 Deiliskipulag Fólkvangs
    Undir þessum lið kom á fund umhverfisráðs Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi kl 16:17
    Lögð fram drög að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu.
    Lilja vék af fundi kl: 17:15

    Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð þakkar Lilju fyrir kynninguna og óskar eftir uppfærðum gögnum fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu verkbeiðni frá HNE dags. 20. júní 2019 vegna númerslausra bíla ofl.
    Undir þessum lið komu á fund ráðsins Alfred Schiöth og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kl. 17:17
    Alfred vék af fundi kl. 18:06.
    Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka á 08210-4396 kr. 1.200.000,- til að standa straum af kostnaði við að fjarlægja þau farartæki sem HNE hefur límt á.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi frá íbúum vegna umgegni í Friðlandi Svafdæla.


    Katrín sveitarstjóri vék af fundi kl. 18:30
    Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð leggur til að afnot af lóð norðan og austan við Sandskeið 31 sem lóðarhafa var veitt 24.10.2017 verði fellt úr gildi vegna slæmrar umgengni lóðarhafa.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla upplýsinga á grundvelli samkomulags við lóðarhafa frá 24.10.2017.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019. Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar,er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

    Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar,er sér liður á dagskrá.
  • 16.6 201906006 Fundargerðir HNE 2019
    Lagt fram til kynningar fundargerðir 205,206,207 og 208 frá HNE ásamt ársreikningi. Umhverfisráð - 323 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 909 fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna.
    Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs."
    Umhverfisráð - 323 Afgreiðslu frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi frá 28. maí 2019. Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð þakkar íbúaráðinu á Árskógssandi fyrir erindið og felur sviðsstjóra að boða fulltrúa ráðsins á fund umhverfisráðs í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Framkvæmdir Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2019, en á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað undir lið 4.
    "4. Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."
    Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð vill ítreka fyrri bókun sem var eftirfarandi:
    "Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir ábending umhverfisráðs frá 311. fundi ráðsins vegna aðgengis og umferðaröryggis við nýjan áningarstað við Hrísatjörn. Umhverfisráð - 323 Umhverfisráð vill íteka fyrri bókun vegna aðkomu að áningarstaðnum við Hrísatjörn, sem var eftirfarandi
    "Ráðið lýsir áhyggjum sínum á aðkomu að svæðinu og leggur til að gatnamótin verði útfærð betur með umferðaöryggi í huga."
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurskoðun á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 323 Umræðu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 16.12 201809045 Framkvæmdir 2019
    Til umræðu óskir íbúa um aðkomu að umhverfismálum í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 323 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningr.


    Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar, liðir 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.

17.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 33

Málsnúmer 1905010FVakta málsnúmer

Undir þessum lið fór Jón Ingi Sveinsson af fundi vegna vanhæfis og vék af fundi kl. 11:50.
Varaformaður, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, tók við fundarstjórn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 17.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafsteinsson, hönnunarstjóri frá Form ráðgjöf ehf., Örn og Helgi Snorrason frá Mími byggingafélagi og Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 33 Farið var yfir litaval á klæðningum og gluggum. Örn afhenti einnig möppu með efnisvali fyrir húsin.
  • 17.2 201904114 Lóðarleigusamningur v. Lokastígur 3 - nýr
    Tekinn fyrir nýr lóðarleigusamningur vegna Lokastígs 3-17 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 33 Formaður félagsins undirritaði nýjan lóðarleigusamning fyrir hönd félagsins.

18.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 34

Málsnúmer 1905011FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 18.1 201904062 Fyrirspurnir frá umsækjendum og forráðamönnum
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses væntanlegir leigjendur og aðstandendur þeirra, kl. 20:00.

    Á fundinum var farið yfir spurningar sem gestirnir sendu inn fyrir fundinn um stöðu mála hvað varðar framkvæmdina, rekstur, ýmis búnaðar- og tækjamál, þjónustu, útleigu, úthlutun íbúða og fleira.

    Spurningum var svarað eins og unnt er á þessum tímapunkti en ýmislegt sem á eftir að ákveða og koma betur í ljós þegar nær dregur, til dæmis hvað varðar leiguverð.

    Gestir viku af fundi kl. 21:25.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 34 Lagt fram til kynningar.

19.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35

Málsnúmer 1905012FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 19.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafsteinsson, hönnunarstjóri frá Form ráðgjöf ehf.

    Verkefni fundarins var að fara yfir möppu frá verktakanum er varðar val á ýmsum búnaði.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:14.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela hönnunarstjóra að upplýsa Kötlu ehf. um niðurstöður sínar hvað varðar tillögur frá verktakanum um val á búnaði.
  • 19.2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    Til umræðu fjármögnun framkvæmdarinnar með lántöku en fyrir liggur að félagið getur ekki hafið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

    Fyrir liggur lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 14. júní 2017, sem tengist umsókn um stofnframlag. Um er að ræða lánsvilyrði með 4,2% föstum verðtryggðum vöxtum til 50 ára. Lánsumsóknin miðast við 60% lánshlutfall.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála hvað varðar möguleika á lánafyrirgreiðslum vegna þessa verkefnis sem og möguleika á að breyta rekstrarformi í kringum íbúðirnar ef vilji stæði til þess. Jafnframt felur stjórnin framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá VSÓ varðandi reikningslíkanið og hlutfall lánsfjármögnunar.

20.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 36

Málsnúmer 1906011FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 20.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., kl. 12:00.

    Til umfjöllunar og umræðu ýmis mál í tengslum við hönnun, boðleiðir, val á efni og útfærslum.

    Undir þessum lið kom á fundinn Örn Jóhannsson frá Mími byggingafélagi fyrir hönd Kötlu ehf. í gegnum símafund kl. 12:35.

    Áfram til umræðu útfærslur og val á efni er varðar meðal annars þakkanta, glugga og vegg í eldhúsi vegna innréttingar.

    Örn vék af fundi kl. 12:50.

    Guðrún Pálína vék af fundi kl. 13:05 til annarra starfa.

    Ágúst vék af fundi kl. 14:00.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 36 Lagt fram til kynningar og niðurstaðan varð að Ágúst Hafsteinsson og Örn Jóhannsson munu ganga frá umræddum málum næsta dag, þ.e. föstudaginn 14. júní, sín á milli í samræmi við umræður á fundinum.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses ítrekar boðleiðir og tengiliði vegna samskipta um verkefnið en fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses er það Vigfús Sigurðsson, eftirlitsmaður, frá Mannviti og Elías Örn Höskuldsson fyrir hönd verktakans Kötlu ehf.

21.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37

Málsnúmer 1906012FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  • 21.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    a)Greiðsluáætlun

    Á fundinum var tekið til umfjöllunar tillaga að uppfærðri greiðsluáætlun frá verktaka sem lögð var fram á verkfundi þann 23. maí 2019. Greiðsluáætlunin er út frá stöðu verksins þann dag.

    Til umræðu ofangreint.

    b) Snjóbræðslukerfi

    Sjá 4. lið hér á eftir.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses gerir ekki athugasemdir við framlagða greiðsluáætlun.
    b) Lagt fram.
  • 21.2 201904062 Fyrirspurnir frá umsækjendum og aðstandendum þeirra.
    a) Fyrirspurn um ljósleiðara

    Formaður gerði grein fyrir fyrirspurn frá umsækjendum um íbúðir og aðstandendum um hvort að gert sé ráð fyrir ljósleiðara í íbúðirnar.

    Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir ljósleiðara og inntaki í bæði húsin fyrir ljósleiðara en það sé síðan hvers og eins leigjanda að ákveða hvort hann taki ljósleiðara inn til sín og greiði þá fyrir afnot.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Berki Þór að hafa samband við Tengir ehf varðandi umsókn um ljósleiðara fyrir húsin. Einnig að tryggt sé gagnvart verktakanum að ljósleiðari sé hluti af lögnum eins og gert er ráð fyrir. Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju að lokinni umfjöllun um fundargerðir stjórnar Leiguíbúðar Dalvíkurbyggðar hses kl. 12:03 og tók við fundarstjórn að nýju.
  • 21.3 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    a) Lántaka frá Dalvíkurbyggð / Lánasjóði sveitarfélaga

    Á 911. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
    Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið. Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
    Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi lánasamningur millli Dalvíkurbyggðar og Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 162.000.000 verðtryggt til 36 ára.
    a) Byggðaráð samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 162.000.000 kr. til 36 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að lána Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses,kennitala 640118-2100, vegna byggingu á 7 íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra,kennitala 070268-2999 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lánveitingu til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt ofangreindum forsendum og kjörum og að á móti verði bókuð krafa á félagið í reikningum Dalvíkurbyggðar."

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggða hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hefja lán hjá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt lántöku sveitarfélagsins frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 og fyrirliggjandi forsendur.
  • 21.4 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    a) Samningur við Mannvit um eftirlit

    Á fundinum var til umfjöllunar drög að samningi við Mannvit hvað varðar eftirlit með framkvæmdinni við Lokastíg 3 - 17. Borið var saman fyrirliggjandi tilboð vs. drög að samningi.

    b) Verkfundagerðir

    Á fundinum var farið yfir verkfundagerðir nr. 1 - nr. 5.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að afla nánari upplýsinga hjá Mannviti varðandi kostnað við akstur til og frá Dalvík og Akureyri með því markmiði að hægt sé að ganga frá samningi sem fyrst eða í síðasta lagi á áætluðum fundi stjórnar þann 8. júlí n.k.
    b)
    Hönnun og breytingar; sbr. 16. liður:
    Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um kostnað vegna tillögu verktaka að snjóbræðslukerfi og því er ekki hægt að taka afstöðu til þess máls. Óskað er eftir að allar upplýsingar liggi fyrir sem fyrst en næsti áætlaður fundur stjórnar er 8. júlí n.k. og næsti yrði þá ekki fyrr en í lok ágúst. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses vill ítreka þær boðleiðir og samskiptaleiðir sem búið var að ákveða þannig að tengiliður félagsins er Vigfús Sigurðsson hjá Mannviti og tengiliður verktaka Kötlu ehf er byggingastjórinn Elías Þór Höskuldsson.

    Verktafir, sbr. 17 liður:
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um mögulegar verktafir, 4 vikur, vegna lagnakjallara vs. lagnarými.

    Verkáætlanir, sbr. 15 liður.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um áætlaða 2 vikna seinkun á verki vegna aðstöðusköpunar.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses bendir á mikilvægi þess að samþykktar verkfundargerðir séu þannig útfærðar að ekki sé svigrúm til misskilnings og/eða mistúlkunar.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs