Veitu- og hafnaráð

84. fundur 03. apríl 2019 kl. 08:00 - 09:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Vinnustofa á vegum mengunarvarnarráðs hafna

Málsnúmer 201903083Vakta málsnúmer

Í rafbréfi frá mengunarvarnarráði hafna, sem dagsett er 19.03.2019, kemur eftirfarandi fram:
"Síðastliðið sumar gerði fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.

Eitt af því sem nauðsynlega þarf að gera áður en þörf á viðbragðsgetu og búnaði hafna er ákvörðuð er að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Eðlilegt er að þeir aðilar sem þekkja best aðstæður og umfang starfsemi í höfnunum geri þetta mat. Til að auðvelda vinnuna hefur mengunarvarnarráð hafna ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar."
Fyrir Norðurland verður vinnustofan haldinn á Akureyri 13. maí n.k.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn sæki vinnustofuna sem haldin verður á Akureyri 13. maí n.k.: Þorsteinn Björnsson, Rúnar Þór Ingvarsson og Björn Björnsson.

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2018

Málsnúmer 201903118Vakta málsnúmer

Eftirfarandi barst frá Hafnasambandi Íslands í rafpósti þann 26. mars 2019.

Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr.laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir mánudaginn 8. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 410. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 15. febrúar 2019 kl. 9:00. um var að ræða símafund í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 Reykjavík.

Einnig lá fyrir fundinum fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var föstudaginn 22. mars kl. 11:00 í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 Reykjavík.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

4.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Vegagerð ríkisins, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Dalvíkurhöfn - Austurgarður, þekja og lagnir. Bjóðendur voru:

Tréverk ehf kr. 116.213.990,- 101,2%
Köfunarþjónusta Sigurðar ehf og Bryggjuverk ehf.kr. 123.994.580,- 108,0%
Áætlaður verkkostnaður kr. 114.405.600,- 100,0%

Fram kom að tilboðin hafa yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu ofangreinds bréfs, með þeim fyrirvara að hann standist fjárhagsmat Vegagerðarinnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk ehf á grundvelli fyrirliggandi tilboðs.

5.Austurgarður rafbúnaður, tilboð

Málsnúmer 201904026Vakta málsnúmer

Með rafbréfi frá Raftákn, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Austurgarður - Rafbúnaður. Bjóðendur voru:

Elektro co
kr.
15.039.709
84,5%
Rafmenn

kr.
14.682.776
82,5%
Rafeyri

kr.
12.480.380
70,1%
Kostnaðaráætlun
kr.
17.800.000
100,0%

Lægstbjóðandi Rafeyri hefur sent inn alla verkliði útfyllta samkvæmt magnskrá og er lægstbjóðandi. Því er lagt til að gengið verði til samninga við Rafeyri.  Eftir er að verktaki staðfestir að hann standi í skilum varðandi opinber gjöld.

Sviðsstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Rafeyri og grundvelli tilboðs hans.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Rafeyri ehf á grundvelli fyrirliggandi tilboðs.

6.Framkvæmdir 2019.

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu þeirra framkvæmda sem eru á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og svaraði fyrirspurnum ráðsmanna.
Veitu- og hafnaráð þakkar upplýsingarnar.

7.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Með bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem dagsett er 18. mars 2019, en efni þess er almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að nefndin mun óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í lok ársins 2019, samanlagður útlagður kostnaður, gildandi fjárheimildi og breytingar á henni á árinu og mat á stöðu verkefnisins. bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvar gildandi fjárheimild.
Lagt fram til kynningar.

8.Smávirkjanir - framhald verkefnis.

Málsnúmer 201406148Vakta málsnúmer

Í minnisblaði, sem dagsett er 22.03.2019, kemur eftirfarandi fram: "Í skýrslu Mannvits „Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð“ er virkjunarkosti í Brimnesá lýst. Með minnisblaði þessu er gerð grein fyrir næstu skrefum sem æskilegt væri að fara í en þau snúast fyrst og fremst að því að frumhanna virkjunarkostinn þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé fýsilegur kostur fyrir Dalvíkurbyggð."

Auk þessa fylgir einnig með tíma- og kostnaðaráætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að ganga frá samningi við Mannvit um verkefnið.

9.Brekkukot 1 - ósk um endurskoðun á hitaveitureikning 20190001022.

Málsnúmer 201903038Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 8. mars 2019, óskar Finnur Yngvi Kristinsson eftir því að reikningur frá Hitaveitu Dalvíkur verði endurskoðaður vegna vatnstjóns sem varð að Brekkukoti, Svarfaðardal. Fram kom í bréfinu að tryggingafélag hans kemur ekki til með að taka tillit til umrædds reiknings í tjónamati sínu vegna tjóninsins sem varð á húseigninni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að reikningurinn taki mið af sögulegri notkun hússins og felur sviðsstjóra að ganga frá reikningi með þeim hætti.

10.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi samþykkt:

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

11.Hauganes, hreinsistöð fráveitu

Málsnúmer 201904022Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Iðnver, sem dagsett er 18.03.2019, sendir fyrirtækið Fráveitu Dalvíkurbyggðar tilboð í 20 feta gám sem er innréttaður fyrir fráveituhreinsibúnað sem keyptur var af fyrirtækinu í desember 2017
Tilboðið samanstendur af.

1. Hreinsistöð samkvæmt meðfylgjandi tilboði kr. 3.800.000.-
2. Áætlaður flutningskostnaður Borås í Svíþjóð til Dalvíkur kr. 375.000.-

Sviðsstjóri leggur til að umræddu tilboði verði tekið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögur sviðstjóra um kaup á gám fyrir hreinsibúnaðinn.

12.Skoðun á dreifikerfi Hitaveitu

Málsnúmer 201904023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi erindi var sent út á eftirtaldar verkfræðistofur: Eflu, Mannvit og Verkís.
Hitaveita Dalvíkur og Vatnsveita Dalvíkurbyggðar hafa hug á að láta framkvæma skoðun á dreifikerfum þeirra með það að markmiði að sjá hvort það sé komið að þolmörkum og þá hvar þyrfti að skoða endurbætur á því. Reiknað er með að um mánaðarvinnu sé að ræða fyrir tæknimann fyrir hvort veitukerfi fyrir sig. Veiturnar munu leggja til nauðsynlegar upplýsingar á dgn formi.
Óskað er eftir tilboð í tímagjald og mun verktíminn geta byrjað fljótlega í apríl.

Með vísan til samanburðar á tímagjaldi og verktilhögun sem fram koma í fylgigögnum leggur sviðsstjóri til að gengið verði að tilboð Eflu í verkefnin.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögur sviðstjóra að gengið verði að tilboði Eflu.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs