Byggðaráð

901. fundur 21. mars 2019 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðar forföll og varamaður hans Þórunn Andrésdóttir mætir í hans stað.

1.Leiga á Böggvisstaðaskála - tillaga að auglýsingu

Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer

Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var samþykkt að óska eftir við starfsmenn Eignasjóðs að koma með tillögu að auglýsingu um útleigu á Böggvisstaðaskála.

Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu með nokkrum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Göngustígur frá Olís að Árgerði - beiðni um viðauka

Málsnúmer 201902085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. mars 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.756.080 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hönnun á göngustíg frá Olís að Árgerði. Þar sem óskað hefur verið eftir þessu framlagi Vegagerðarinnar til fjölda ára og nú loks komið fjármagn í verkefnið er afar mikilvægt að veita fjármagn í það.

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var sviðsstjóra falið að óska eftir ofangreindum viðauka.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.756.080, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019, málaflokkur og deild 32200 og lykill 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars 2019

Málsnúmer 201903049Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 11. mars 2019, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 29. mars n.k. í Reykavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn og sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt á fundinum eða sá sem hann hefur veitt skriflegt umboð

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með atkvæðisrétt fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Áform fjármálaráðherra um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 201903081Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. mars 2019, þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins og erindi til fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 m.kr. á næstu tveimur árum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í ofangreindar upplýsingar og áhrif á fjárhag Dalvíkurbyggðar.

5.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi einnig til umfjöllunar veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu frá 19. febrúar og til og með 18. mars 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

8.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - úrvinnsla úr tillögum vinnuhópa og fagráða.

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði. Lagt fram til kynningar."

Áframhaldandi umræða og yfirferð á tillögum vinnuhópanna.
Lagt fram til kynningar.

9.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019; janúar - febrúar

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - febrúar 2019 í samanburði við fjárhagsáætlun 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 21. fundi Ungmennaráðs þann 12.03.2019; Vinabæjarmót í Borgå Finnlandi 26.-28.06.2019

Málsnúmer 201902153Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:49 vegna vanhæfis.


Á 21. fundi Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019. Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að vísa ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar. Einnig var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki. Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar erindinu og vísar því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta.

11.Frá Útlendingastofnun; Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd

Málsnúmer 201903058Vakta málsnúmer

Guðmundur St.Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 15:55.

Tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun, dagsett þann 13. mars 2019, er varðar forathugun á vilja byggðaráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamningi við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.

Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

Málsnúmer 201903055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 13. mars 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. mars nk.
Lagt fram til kynningar

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi, 647.mál

Málsnúmer 201903092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 14. mars 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk.

Til unmræðu ofangreint.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða umsögn á milli funda.

14.Frá nemendafélaginu Trölla - styrkbeiðni

Málsnúmer 201903091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nemendafélaginu Trölla, rafbréf dagsett þann 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir styrk í formi rútu fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga frá Dalvíkurbyggð sem kæmu til með að sækja árshátíð skólans 4. apríl n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum og með vísan til jafnræðisreglu að hafna ofangreindu erindi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs