Byggðaráð

892. fundur 10. janúar 2019 kl. 13:00 - 14:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórhalla Karlsdóttir, mætti í hans stað.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, varaformaður, stjórnaði fundi.

1.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019.

2.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun.

3.Árskógur lóð 1,kauptilboð

Málsnúmer 201810080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð í Árskóg lóð 1, dagsett þann 21. desember 2018, að upphæð kr. 30.000.000. Kauptilboðið var samþykkt 27. desember 2018 með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umboð til kjarasamningsgerða

Málsnúmer 201812010Vakta málsnúmer

Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. "

Með fundarboði fylgdi yfirlit af vef Sambandsins yfir umboð miðað við júní 2018.

Ráðningarnefnd hefur yfirfarið kjarasamningsumboðið og eina breytingin sem gera þarf er að bæta Starfsmannafélagi Fjallabyggðar á listann undir bæjarstarfsmannafélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi kjarasamningsumboð með þeirri tillögu að breytingu að Starfsmannafélagi Fjallabyggðar sé bætt við kjarasamningsumboðið og vísar tillögu sinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkfallslisti - undanþágulisti

Málsnúmer 201810098Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild frá árinu 2014 með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsóknir í þróunarsjóði innflytjenda

Málsnúmer 201812104Vakta málsnúmer

Samkvæmt auglýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð innflytendamála, sjá https://www.samband.is/frettir/lydraedi-og-mannrettindi/nr/3747. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjórnenda hjá sveitarfélaginu.

7.Frá HSN; Húsaleigusamningur vegna líkherbergis.

Málsnúmer 201812102Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsögn Stiklur ehf kt. 640512-0910

Málsnúmer 201812094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 21. desember 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn fyrir Stiklur ehf. kt, 640512-0910, Syðra-Holti, vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar, flokkur II, gististaður án veitinga / minna gistiheimili.

Með fundarboði fylgdi umsögn byggingafulltrúa án athugasemda.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Tækifærisleyfi - Ungm.fél Þorsteinn 560694-2969

Málsnúmer 201812082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 18. desember 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi fyrir Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuð, kt. 560694-2969, vegna Þorrablóts að Rimum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra sem eru án athugasemda.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá Lundi; Kynningarbréf

Málsnúmer 201901019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsett þann 14. desember 2018, þar sem nýir bæjarstjórar í Lundi kynna sig.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá starfshópi um endurskoðuna kosningalaga; Starfshópurinn tekur til starfa- óskað er athugasemda

Málsnúmer 201901004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga, dagsett þann 19. desember 2018, þar sem fram kemur að forseti Alþingis skipaði starfshóp þann 24. október 2018 um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmda allra almennra kosninga. Til að tryggja breiða aðkomu að endurskoðun kosningalaga gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri um efnið nú á fyrstu stigum vinnunar fyrir 22. janúar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um ofangreint.

12.Frá Krílakoti; beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 201812026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2018 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka við laun að upphæð kr. 1.078.395.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019 vegnar deildar 04140 Krílakot og tillaga um ráðstöfun á móti er lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Frá Krílakoti; beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 201812028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.716.448.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 2 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04140 Krílakot vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Frá Árskógarskóla; Beiðni um viðauka vegna þvottavélar

Málsnúmer 201901036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 3. janúar 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna bilunar á þvottavél sem ekki borgi sig að gera við. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 80.000 vegna liðar 04240-2810 og kr. 5.000 á lið 04240-4180 vegna flutningskostnaðar, alls kr. 85.000.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð hafnar samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindri beiðni um viðauka og felur skólastjóra að finna svigrúm innan fjárhagsramma skólans.

15.Frá Árskógarskóla; Ráðning stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu - beiðni um viðauka vegna launa

Málsnúmer 201812025Vakta málsnúmer

Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.534.358 vegna launakostnaðar vegna tímabundinnar ráðningar í stuðning / sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 3/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04240 Árskógarskóli, vegna launakostnaðar vegna ráðningar tímabundið og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

16.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; ÍÞróttamiðstöð launaviðauki vegna veikinda.

Málsnúmer 201901040Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 9. janúar 2019, um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, vegna afleysingar vegna veikinda starfsmanns að upphæð kr. 1.009.930.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 4 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500 Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 1.009.930 og ráðstöfun á móti sé lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

17.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 315 og fundargerð fulltrúaráðs

Málsnúmer 201802067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 315 frá 11.12.2018 og fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 23.11.2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:42.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs