Íþrótta- og æskulýðsráð

110. fundur 02. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menninarsviðs sat fundinn.
Jóhann Már Kristinsson boðaði forföll og varamaður komst ekki í hans stað.

1.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi."
Lagðar fram tilögur vinnuhóps sem fór yfir íþrótta- og æskulýðsmál.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að fundir ungmennaráðs verði ekki fækkað meira en niður í 8 fundi á ári.
Íþrótta- og æskulýðsráð er mótfallið því að tóna niður viðburðinn um kjör á íþróttamanni ársins. Þetta er uppskeruhátíð íþrótta-og afreksfólks í sveitarfélaginu og því mikilvægt að viðburðinum verði sýndur sómi og vel gert við gesti.

2.Reglur hjólabrautar

Málsnúmer 201902081Vakta málsnúmer

Á 21. fundi Ungmennaráðs var eftirfarandi bókað: "Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra"
Reglurnar lagðar fram til umræðu og staðfestingar ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir reglurnar eins og þær koma fyrir fundinn og leggur til að bætt verði við að á skólatíma séu reiðhjól ekki leyfð, þar sem það samræmist reglum skólans.

3.Reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201702032Vakta málsnúmer

Farið yfir þær athugasemdir sem bárust. Aðeins skíðafélag Dalvíkur sendi inn athugsemdir.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um reglurnar með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí.

4.Fundargerðir stýrihóps um heilsueflandi samfélag 2019

Málsnúmer 201903010Vakta málsnúmer

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag lögð fram til kynningar.

5.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem komið hafa.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um samningana með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí.

6.Uppbyggingaráform íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201903135Vakta málsnúmer

Lagðar fram áætlanir Hestamannafélagins Hrings og Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu félaganna til næstu ára.
Umræða um framtíðaruppbyggingu mannvirkja íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

7.Yfirferð starfsáætlunar 2019 - íþrótta- og æskulýðsmál

Málsnúmer 201903136Vakta málsnúmer

Samkvæmt verk- og tímaáætlun er tímabært að fara yfir starfsáætlun fyrir árið 2019.
Yfirferð frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi