Byggðaráð

905. fundur 02. maí 2019 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Dagbjört Sigurpálsdóttir, mætti í hans stað.
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórhalla Karlsdóttir, mætti í hans stað.

Varaformaður, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, stjórnaði fundi.

1.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - mars í samanburði við fjárhagsáætlun 2019.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - tillögur vinnuhópa- flokkun fyrir frekari úrvinnslu.

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var til umfjöllunar flokkun sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á tillögum vinnuhópa um starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar þannig að byggðaráð hafi yfirsýn yfir hvaða tillögur byggðaráð fjalli beint um og hvaða tillögur ættu að fara áfram til umfjöllunar í fagráðunum. Yfirlitinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu fagráðanna eftir því sem við á.

Á fundinum var farið yfir þær tillögur er snúa beint að byggðaráði ásamt þeirri umfjöllun fagráðanna sem nú þegar liggja fyrir.


Byggðaráð mun vera með ofangreinda flokkun áfram til vinnslu á næsta fundi / fundum.

3.Frá JKH kvikmyndagerð ehf; Sundlaugar á Íslandi

Málsnúmer 201807095Vakta málsnúmer

Á 872. fundi byggðaráðs þann 19. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jón Karl Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960. "

Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. september 2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Jóni Karli Helgasyni, dagsettur þann 22. apríl 2019, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 2018 og fram kemur að stefnt er að tökur hefjist í byrjun júní 2019 en upptökur hófust ekki árið 2018 eins og til stóð. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð veiti JKH ehf. til viðbótar framlag sem nemur gistingu fyrir 7 manns í 5 nætur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa í afgreiðslu byggðaráðs frá 19. júlí 2018 og samþykkir að halda sig við fyrri afgreiðslu um að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960.

4.Frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði; Ályktun frá 98.aðalfundi um Sundskála Svarfdæla.

Málsnúmer 201904107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, rafbréf dagsett þann 18. apríl 2019, þar sem kynnt er ályktun félagsins frá 98. aðalfundi sem haldinn var á Rimum 12. apríl s.l.
"98. aðalfundur Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar haldinn að Rimum 12. apríl 2019 harmar hvernig komið er fyrir Sundskála Svarfdæla og skorar á ráðamenn sveitarfélagsins að koma málefnum Sundskálans í viðeigandi farveg. Ungmennafélagið minnir á að Sundskálinn verður 90 ára sumardaginn fyrsta næstkomandi og hefur skálinn staðið auður í allt of langan tíma. Fundarmenn leggja áherslu á að mikilvægt sé að sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar og félagsmenn lýsa sig reiðubúna að koma að þeirra vinnu."

Upplýst var að á 1. fundi vinnuhóps um Gamla skóla, þann 16. apríl 2019, þá var rætt um að gera aftur tilraun með að Sundskáli Svarfdæla verði auglýstur til leigu undir margvíslega starfsemi aðra en sundlaugarstarfsemi. Ákveðið að skoða kostnaðartölur um rekstur Sundskálans á næsta fundi vinnuhópsins.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla í samræmi við ofangreint.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um breytingu á upplýsingakerfi skólanna

Málsnúmer 201902025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild fyrir hönd skólanna í Dalvíkurbyggð að taka upp nýtt upplýsingakerfi fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Skólarnir hafa verið með skráningarkerfið Námsfús frá árinu 2013 og þar áður voru skólarnir með Mentor. Óskað er eftir að taka upp aftur kerfin frá Mentor en ljóst er að þetta verður eitthvað dýrara fyrir sveitarfélagið en ávinningurinn mikill fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra. Allir stjórnendur í leik- og grunnskólum eru tilbúnir til þess að finna fjármagn í breytinguna innan fjárhagsramma skólanna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.

Búið er að fjalla um málið í Fræðsluráði Dalvíkurbyggðar og í UT-teymi sveitarfélagsins.

Fræðsluráð samþykkti þann 13. mars s.l. að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar. UT-teymið gaf jákvæða umsögn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi gegn því skilyrði að kostnaður rúmist innan gildandi fjárhagsramma skólanna.

6.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Öldugata 27; sala á eigninni

Málsnúmer 201904126Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúi óska eftir heimild til að setja Öldugötu 27 á söluskrá.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Öldugata 27 verði sett á söluskrá og Hvammur fasteignasala verði fengin til að meta og auglýsa eignina.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902083Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Varðar umsóknir um lóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 á Dalvik og skipulagsmál í Túnahverfi.

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019. Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4. Til umræðu ofangreint. Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
Afgreiðslu frestað. "

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði og umhverfisráði og felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn.

9.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Gjaldskrár vatnsveitna

Málsnúmer 201904108Vakta málsnúmer

Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu.

Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því.

Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar.

10.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda.

11.Samningur um afnot, umráð og útleigu á Ungó

Málsnúmer 201709109Vakta málsnúmer

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar fund með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. þann 30. apríl 2019. Gagntilboð Gísla, Eiríks og Helga ehf. er kr. 50.000 á mánuði auk hita og rafmagns til tveggja ára frá og með maí 2019. Leikfélag Dalvíkur geti fengið afnot 2x2 mánuði en yrði þá skilgreint í samningi. Leigugreiðslur falli þá niður þann tíma. Það verði samt opið í samningnum að ef Leikfélag Dalvíkur tilkynnir með góðum fyrirvara að það hyggist ekki nota sinn tíma í húsinu þá geti Gísli,Eiríkur og Helgi ehf. fengið húsið þann tíma og greitt þá leigu fyrir það, sbr.tilboð þeirra hér að ofan.
Gerður verði samningur milli þeirra og Leikfélags Dalvíkur eins og áður hefur verið vegna leigu á búnaði.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt ofangreindu gagntilboði en til eins árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; arðgreiðsla 2019

Málsnúmer 201904109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 17. apríl 2019, þar sem upplýst er um greiðslu á arð til Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 4.496.825 að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti.

Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 var gert ráð fyrir kr. 4.181.088 arði.
Lagt fram til kynningar.

13.Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim málum og verkefnum sem hafa komið á borð ráðningarnefndar eftir 18. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs