Sveitarstjórn

322. fundur 17. mars 2020 kl. 16:15 - 17:59 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir Staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra.
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 935

Málsnúmer 2002007FVakta málsnúmer

Liðir 1,2,3,5 og 10 eru sér liðir á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 936

Málsnúmer 2003003FVakta málsnúmer

Liðir 1,3,4,5 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir undir 6. lið
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 937

Málsnúmer 2003008FVakta málsnúmer

Liðir 2,3,4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 51

Málsnúmer 2003001FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 238

Málsnúmer 2003006FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 247

Málsnúmer 2003005FVakta málsnúmer

Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tóku:
Gunnþór E Gunnþórsson undir lið 1.
Katrín Sigurjónsdóttir undir lið 1.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 119

Málsnúmer 2002009FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 334

Málsnúmer 2003002FVakta málsnúmer

Liðir 5 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 27

Málsnúmer 2002008FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202002036Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 934. fundi byggðaráðs þann 13. febrúar sl. fól byggðaráð sveitarstjóra að kanna með möguleika á lengri tíma afleysingu fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið vegna veikinda. Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Projects ehf. um sérfræðiþjónustu í þessum veikindaforöllum ásamt beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessa. Óskað er eftir viðauka að upphæð 7.500.000 kr við deild 21400, skrifstofa Dalvíkurbyggðar, á lið 4391, sérfræðiþjónusta. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð drög að samningi við Projects ehf. um sérfræðiþjónustu og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 7.500.000 kr við deild 21400, skrifstofa Dalvíkurbyggðar, á lið 4391, sérfræðiþjónusta, og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2020.

11.Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka, fargjöld í öllum deildum

Málsnúmer 202002079Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka vegna fargjalda í fjárhagsáætlun 2020. Samkvæmt upplýsingum frá aðalbókara keyrðist liðurinn fargjöld, í öllum deildum, ekki inn í áætlunarlíkan úr vinnubókum við gerð fjárhagsáætlunar 2020 vegna kerfisvillu, alls 3.159.000 kr. Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld. Óskað er eftir að mæta þessari leiðréttingu með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld og að viðaukanum verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2020.

12.Verkfallslisti - undanþágúlisti

Málsnúmer 201810098Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild, listi frá árinu 2019. Einnig fylgdi fundarboði listi með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð sem og vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

13.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 var til umfjöllunar viðaukabeiðni vegna viðhalds á dráttarvél umhverfis- og tæknisviðs. Í framhaldi af því sköpuðust umræður um nauðsyn þess að móta reglur vegna umgengni um tækjabúnað og bifreiðaeign sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdu drög að verkefnislýsingu fyrir vinnuhóp um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar sveitarfélagsins. Markmið vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Lagt er til að vinnuhópinn skipi 4 aðilar: Einn frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar. Vinnuhópurinn skili drögum að nýrri stefnu, skráningu og vinnulagi fyrir 30. apríl 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar taki til starfa samkvæmt fyrirliggjandi verkefnislýsingu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum og að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Þórhalla Karlsdóttir. Kostnaður vegna starfa kjörins fulltrúa bókist á deild 21030, nefndir."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

14.Leitað leyfis landeigenda eða annars rétthafa, erindi til allra sveitastjórna

Málsnúmer 202002068Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá fjórum félögum í Félagi Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dagsettur 18. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir að þeir sem eiga tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað sem er útbúinn salernisaðstöðu, t.a.m. ferðasalerni, þurfi ekki að leita leyfis landeigenda til að tjalda/nátta, heldur gildi almannarétturinn, enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi.

Byggðaráð hafnar erindinu samhljóða og bendir á 9. grein Lögreglusamþykktar Dalvíkurbyggðar nr. 778/2018 þar sem segir: "Eigi má gista í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefn­aðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Það á einnig við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins"."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

15.Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:36.

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, komu á fundinn kl. 13:00.
Til umræðu snjómokstur í vetur. Veturinn hefur verið mjög snjóþungur og miklir umhleypingar sem oft á tíðum kalla á daglegan snjómokstur bæði í þéttbýli og dreifbýli. Með fundarboði fylgdi samantekt á kostnaði vegna snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árin 2015-2020 þar sem fram kemur að í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 er varið meiri fjármunum til snjómoksturs en í nokkrum öðrum mánuðum á þessu 5 ára tímabili. Þannig er meðaltal kostnaðar vegna snjómoksturs árin 2015-2018 um 25 miljónir króna á ári. Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 miljónum króna í snjómokstur í heild, stærsti einstaki mánuðurinn var desember með 15 miljónir króna. Janúar 2020 kostaði 11,5 miljónir króna og áætlað er að febrúar hafi kostað um 14 miljónir króna í snjómokstri. Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 25,8 miljónum í snjómokstur á deild 10600 og er það fjármagn að klárast um þessar mundir. Aðeins er um að ræða að draga mjög verulega úr þjónustu eða samþykkja viðauka.
Með fundarboðinu fylgdi beiðni um viðauka upp á 20 miljónir króna á deild 10600 lykil 4948, snjómokstur. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 15 milljónir króna, við deild 10600-4948 vegna snjómoksturs. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn. Jón Ingi greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn, sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs, dugar engan vegin til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið senda slíka beiðni til Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020.

Jón Ingi Sveinsson greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.

16.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, beiðni um viðauka vegna langtímaveikinda á Krílakoti.

Málsnúmer 202002083Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:39.

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 25. febrúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka við launáætlun á leikskólanum á Krílakoti vegna langtímaveikinda starfsmanns í þrjá mánuði. Ekki er gert ráð fyrir langtímaveikindum í launaáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 og því ekki svigrúm inn í áætlun til að mæta þeim viðbótar kostnaði.

Óskað er eftir launaviðauka kr. 4.549.549 á deild 04140, Krílakot vegna ofangreinds, og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 4.549.549 kr við deild 04140, launaviðauki vegna langtímaveikinda á Leikskólanum Krílakoti. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2020.

17.Ósk um viðræður um yfirtöku á götulýsingakerfi.

Málsnúmer 201904092Vakta málsnúmer

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 10. apríl 2019 óskaði RARIK eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins. Samkvæmt erindinu urðu ákveðin kaflaskil þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja. Uppsetning og rekstur götuljósa kemur þannig ekki inn í tekjuheimildir dreifiveitu eins og starfsemi við rekstur dreifikerfa. RARIK hefur því þurft að halda götulýsingunni utan við hefðbundinn rekstur og utan við tekjuuppgjör gagnvart Orkustofnun.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi á milli RARIK og Dalvíkurbyggðar um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð. Í drögunum kemur fram að sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings og er dagsetning yfirtöku 1. júní 2020.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 13:47.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

18.Lántaka skv. fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201911065Vakta málsnúmer

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða, á fundi sínum 29. nóvember 2019, að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar skv. fjárhagsáætlun 2019, að upphæð 90 milljónir króna. Í lok janúar 2020 komu upplýsingar frá Lánasjóðnum um að umsókn Dalvíkurbyggðar hefði verið samþykkt og fylgdi lánssamningur með fundarboði byggðaráðs. Þar sem lántakan náðist ekki inn á árið 2019 þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2020 upp á 90 miljónir króna til hækkunar langtímaskulda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500. Fjárhæðin kemur til hækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020, vegna lántöku Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500, 90 miljónir króna. Fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lánssamning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir hér með samhljóða með 7 atkvæðum á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 90.000.000, með lokagjalddaga þann 23. mars 2040, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar við Austurgarð, sem og til fráveituframkvæmda, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra, kt. 070268-2999, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020.

19.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Endurskoðun 2020.

Málsnúmer 202003010Vakta málsnúmer

á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Einu efnislegu breytingarnar sem lagðar eru til eru við 24. grein. Þar er lagt til að opnunartími á áfengisveitingastöðum í flokki III verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta er lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem fyrir liggja og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

20.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom á fundinn kl. 13:06.

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Samkvæmt erindisbréfinu skipar Dalvíkurbyggð fjóra fulltrúa, tvo fulltrúa kjörna af Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, tvo úr röðum fatlaðs fólks og jafn marga til vara.
Auglýst var eftir þátttakendum í notendaráðið án árangurs og er því niðurstaðan að félagsþjónustan tilnefnir eftirtalda einstaklinga úr röðum fatlaðs fólks til þátttöku í notendaráðinu:
Aðalmenn:
Andri Mar Flosason kt. 100696-3209
Sigrún Ósk Árnadóttir kt. 190698-3279

Til vara:
Hallgrímur Sambhu Stefánsson kt. 091296-2849
Jana Sól Ísleifsdóttir kt. 101001-4580

Einnig eru tilnefndir fulltrúar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í notendaráðið:
Lilja Guðnadóttir kt. 200668-3759
Magni Þór Óskarsson kt. 110687-2739

Eyrún vék af fundi kl. 13:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsþjónustunnar að einstaklingum í notendaráð.

Byggðaráð vísar erindisbréfinu til umfjöllunar í félagsmálaráði."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

21.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni við laun starfsmanna safna vegna skipulagsbreytinga samkvæmt samkomulagi Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg. Til að mæta auknum launakostnaði verði fjármunum skv. 4. lið 3. gr. styrktarsamnings Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Berg ses. ráðstafað í þessa breytingu. Þannig lækkar 05610-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka, um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deildum 05210 og 05310 um sömu upphæð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á deild 05610-9145 um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deild 05210 um 945.186 krónur og í deild 05310 um 2.068.284 krónur. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarsjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

22.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti á fundinn kl. 13:18.

Íris kynnti drög að uppfærðri Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2028.
Farið yfir málefnaflokka áætlunarinnar.

Íris vék af fundi kl. 13:45.

Byggðaráð vísar fullgerðri áætlun til samþykktar í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2020-2028.

23.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 fól byggðaráð aðalbókara ásamt sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að taka saman yfirlit um fjárfestingar árið 2019, að beiðni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdi samantekt frá aðalbókara á fjárfestingum og framkvæmdum ársins ásamt skýringum. Farið yfir á fundinum.

Byggðaráð vísar samantektinni til umfjöllunar í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Guðmundur St. Jónsson
Þórhalla Karlsdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir
Jón Ingi Sveinsson
Lagt fram til kynningar.

24.Skóladagatöl fyrir 2020 - 2021

Málsnúmer 202002018Vakta málsnúmer

Á 247. fundi fræðsluráðs þann 11. mars 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti og Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri í Dalvíkurskóla fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2020 - 2021.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal Dalvíkurskóla og vísar því til samþykktar í sveitastjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs.

25.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Á 334. fundi umhverfisráðs þann 6. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi: 1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús. 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni. 3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún. 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30. 5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð. 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum. Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra náttúruhamara sem geysuðu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sautján athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Ein athugasemd hefur ekki hlotið afgreiðslu umhverfisráðs og er það því gert hér með. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta athugasemdina og er hún birt í heild sinni að ósk bréfritara.
A. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að skuggavarp muni aukast.

B. Umhverfisráð getur ekki fallist á að notagildi lóðar við Miðtún 3 rýrni.

C. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að innsýn muni aukast.

D. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Hringtún nr. 17 og 19 er leyfilegt hámarksbyggingarmagn og hámarkshæð húsa óbreytt frá gildandi deiliskipulagi og því getur umhverfisráð ekki fallist á að útsýni muni minnka.

E. Umhverfisráð telur að aukin fjölbreytni íbúðagerða í hverfinu verði ekki til þess að yfirbragð hverfisins breytist á neikvæðan hátt né hafi áhrif á lækkun á fasteignaverði húseigna í hverfinu. Í greinargerð með gildandi aðalskipulagi vegna íbúðabyggðar á Dalvík segir m.a. að stefnt skuli að blandaðri byggð með fjölbreyttum íbúðagerðum.

Athugasemdirnar gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og bókar eftirfarandi:

Í janúar til mars 2019 var unnin húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð 2019-2027. Í áætluninni kemur fram að við fjölgun íbúa um 25 er áætluð íbúðaþörf 10 nýjar íbúðir, 3 fjölbýli, 6 par/raðhús og 1 einbýli. Eins og staðan var þá voru engar lóðir eftir til úthlutunar fyrir parhús, raðhús eða fjölbýli en fyrir lá umsókn, frá byrjun febrúar 2019, um byggingu tveggja parhúsa á einbýlishúsalóðum í Hringtúni. Því fól sveitarstjórn umhverfisráði á fundi þann 6. apríl 2019 að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða.

Sú breyting sem hér er til samþykktar snýr að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Til kynningar og samráðs voru haldnir tveir íbúa-/kynningarfundir, í apríl og í ágúst 2019. Í vinnu umhverfisráðs var tekið tillit til eða svarað þeim efnislegu athugasemdum sem bárust.

Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og sveitarstjórn metur eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.

26.Strengjalögn í Svarfaðardal að austan

Málsnúmer 202002087Vakta málsnúmer

Á 334. fundi umhverfisráðs þann 6. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 24. febrúar 2020 óskar Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK eftir heimild landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs í landi Hrísa og Hamars samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð fagnar því að strengjalögn í Svarfaðardal að austan verði lögð í jörðu og leggur til að samkomulagið verði undirritað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

27.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi viðbragðsáætlun Dalvíkurbyggðar við heimsfaraldri inflúensu 2020.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir,sveitarstjóri sem upplýsti um viðbrögð stofnana Dalvíkurbyggðar og skerta þjónustu við íbúa vegna samkomubanns og takmarkana á umgengni til að stemma stigu við útbreiðslu kórónu veirunnar.
Liðurinn lagður fram til upplýsingar og þarfnast ekki frekari afgreiðslu.

Sveitarstjórn þakkar stjórnendum Dalvíkurbyggðar fyrir að leysa hratt og örugglega úr málum og þakkar starfsfólki öllu fyrir jákvæðni, samheldni og einhug í einstaklega krefjandi verkefni.

28.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar frá 49. fundi þann 10. mars 2020.

Fundi slitið - kl. 17:59.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir Staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra.