Atvinnumála- og kynningarráð

43. fundur 03. apríl 2019 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Heiðrún Villa Ingudóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Heiðrún Villa Ingudóttir / Guðrún Pálína Jóhannsdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi / sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð; uppfærð skýrsla frá þjónustu- og upplýsingafulltrúa

201802020

Á 41. fundi Atvinnumála- og kynningaráðs þann 6. febrúar 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi við tillögu um markaðssetningu sem lögð var fram 9. janúar s.l.".

Á fundinum kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi uppfærða skýrslu um kynningu á myndböndum nr. 1 og nr. 2.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi áður kynntar tillögur.

2.Heimsóknir í fyrirtæki 2019; minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa frá 42. fundi með ferðaþjónustuaðilum.

201901022

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

Sif vék af fundi kl. 10:05

Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila".

Ferðaþjónustuðailar voru boðaðir að nýju á fund ráðsins en vegna dræmrar þátttöku þá fellur sá liður á þessum fundi.
Farið var yfir framhaldið og næstu heimsóknir ráðsins til fyrirtækja skoðaðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Nýsköpunar- og þróunarsjóður - heimsókn frá bæjarlögmanni

201709014

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður frá PACTA, mætti til fundar kl 8:30
Bæjarlögmaður fór yfir vinnureglur nýsköpunar- og þróunarsjóðsins með ráðinu.

Ásgeir vék af fundi 9:30.
Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við reglur.

4.Áfangastaðaáætlanir - kynning frá Markaðsstofu Norðurlands

201901086

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:

"Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Lagt fram til kynningar".

Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands mætti á fundinn kl 9:30 og kynnti fyrir ráðinu verkefni ofangreinda áfangastaðaáætlun.

Björn vék af fundi kl 10:45.
Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Birni fyrir komuna á fund ráðsins og góða kynningu.

5.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - tillögur vinnuhópa

201901038

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti þær tillögur er varðar atvinnumála-og kynningarráð.
Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-2023.

6.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar, tillaga þjónustu- og upplýsingafulltrúa að lið 5.5.4 aðgerðaráætlunar -

201601026


Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."

Á fundinum kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að ofangreindri upplýsingasíðu.


Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

7.Fundagerðir stjórnar AFE 2018, nr. 226.

201804119

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 226
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar AFE 2019

201904003

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 227 og nr. 228.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Heiðrún Villa Ingudóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Heiðrún Villa Ingudóttir / Guðrún Pálína Jóhannsdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi / sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs