Menningarráð

74. fundur 06. júní 2019 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir liðum 1. - 3.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Styrkumsókn til Byggðarsafns og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við
Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs.

3.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál janúar - maí 2019.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm vék af fundi kl. 09:25

4.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga.
Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903090Vakta málsnúmer

Upplýsingar til Menningarráðs. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrri afgreiðslu Byggðaráðs frá 8. september 2017. "Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingarfulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

Áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð er því hafnað.
Menningarráð er mjög hlynnt hugmyndinni og vonast eftir því að hún komi til framkvæmda.Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs