Menningarráð

73. fundur 03. apríl 2019 kl. 10:00 - 12:55 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Birta Dís Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Valdemar Viðarsson aðalmaður boðaði forföll. Birta Dís Jónsdóttir varamaður hans sat fundinn í hans stað.

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs sat fundinn.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna (í fæðingarorlofi) og Björk Eldjárn Kristjánsdóttir, forstöðumaður safna (í afleysingu) sátu fundinn undir liðum 15-18.
Í upphafi fundar var Gísli Bjarnason boðinn velkominn til starfa sem sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Teknar voru til afgreiðslu umsóknir sem bárust Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar í framhaldi af auglýsingu. Alls bárust 14 umsóknir að upphæð 4.854.000 kr en úthlutað var að þessu sinni 1.940.000 kr Afgreiðslur ráðsins eru hér neðangreint í liðum 1-14

1.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur. Sótt er um 140.000 kr til að halda menningarhátíðina Svarfdælskur mars 2019 en hátíðin er haldin árlega seinni partinn í mars.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 140.000 kr.

2.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903063Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 200.000 kr vegna Klassík í Bergi 2019-2020 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

3.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903064Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ösp Kristjánsdóttur. Sótt er um 400.000 kr. vegna Tónatrítl, söng-, hreyfingar-og dansnámskeið ætlað börnum 0-3 ára sem er áætlað að halda á haustdögum.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við námskeiðið.

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903065Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 325.000 kr vegna tónleikaraðarinnar Gestaboð Kristjönu sem er áætlað að halda okt-des 2019.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við tónleikahaldið.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903066Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Árna Jónssyni. Sótt er um 500.000 kr einkasýningar á video-og hljóðverki í Menningarhúsinu Bergi haustið 2019.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu verksins í Menningarhúsinu Bergi.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Sótt er um 450.000 kr til að halda sumarnámskeið í umhverfishönnun fyrir unglinga og ungt fólk.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að vinnureglum sjóðsins.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903068Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Hjörleifi Hjartarsyni. Sótt er um 1.000.000 kr vegna gerðar apps til hljóðleiðsagnar um Dalvíkurbyggð.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem verkefnið er því miður ofvaxið fjárhagsgetu sjóðsins.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903069Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Friðriki Friðrikssyni f.h. Karlakórs Dalvíkur. Sótt er um 200.000 kr. vegna æfinga kórsins og tónleika í maí 2019.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903074Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Heiðdísi Björk Gunnarsdóttur f.h. Sölku kvennakórs. Sótt er um 285.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds árið 2019
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903075Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 160.000 kr vegna opins námskeiðs fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar í læsi og rýni á myndlist.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar Menningarfélagsins Bergs.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti Kristinsdóttur f.h. Mímiskórsins - kórs eldri borgara. Sótt er um styrk að upphæð 300.000 kr vegna æfinga og tónleikahalds.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Rúnari Magnússyni. Sótt er um 25.000 kr, rekstrarstyrk fyrir frétta- og menningarvefinn Dal.is
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði 2019

Málsnúmer 201903079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kristínu A.Símonardóttur. Sótt er um kr. 500.000 vegna fótlaugar Bakkabræðra.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem menningarsjóður hefur ekki komið að uppbyggingu sambærilegra sérhæfðra lauga/baða í sveitarfélaginu.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201903090Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um 369.000 kr vegna hugmynda um sögu kvikmyndasýninga í Ungó.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu sýningargluggans.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Björk Eldjárn Kristjánsdóttir mættu á fundinn kl. 11:00 og sátu fundinn undir liðum 15-18.

15.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál jan.-feb.2019.
Lagt fram til kynningar.

16.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201809095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Þar kemur fram um rekstur safna:
Almenningsbókasöfn - lögskylt verkefni skv.bókasafnalögum nr. 150/2012
Héraðsskjalasöfn - lögheimil verkefni skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014
Byggðasöfn - valkvætt verkefni.
Lagt fram til kynningar.

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

18.Erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201806131Vakta málsnúmer

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir kynntu þau mál sem verið er að vinna að á söfnum Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð þakkar Björk Eldjárn og Björk Hólm fyrir góða kynningu.

Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að kanna möguleika á að nýta muni úr fuglasýningu Náttúrusetursins á Húsabakka ses til sýninga á Byggðasafninu.
Að loknum fundi fór Menningarráð í heimsókn og skoðunarferð á Héraðsskjalasafn Svarfdæla.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Birta Dís Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri