Frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu; Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.

Málsnúmer 202506113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekinn fyrir rafpóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsettur þann 23. júní sl, þar sem fram kemur að þann 19. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.Á grundvelli samkomulagsins mun ríkið eigi síðar en 1. janúar 2026 taka ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með flóknar og fjölþættar þjónustuþarfir sem búsett eru utan heimilis. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að tryggja að viðunandi úrræði séu í boði fyrir þennan hóp barna á fyrsta og öðru stigi þjónustu. Í samkomulaginu kemur fram eftirfarandi skilgreining á því hvaða börn er um að ræða.Eingöngu verður greitt framlag vegna barna sem sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda hefur staðfest að þurfi vegna fötlunar sinnar annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálasviðs og félagsmálaráðs til umfjöllunar og skoðunar.

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Lagt var fram til kynningar erindi sem barst 23.06.2025 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar kemur fram að 19. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Lagt fram til kynningar.