Frá skipulagsfulltrúa; Víðihólmi Svarfaðardalsá - framtíð svæðis

Málsnúmer 202506085

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Orra Kristni Jóhannssyni, dagsett þann 16. júní sl., er varðar fyrirspurn f.h. dánarbús Jóhanns Tryggvasonar um hvort Dalvíkurbyggð hafi áhuga á að eignast landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá, en landeigendur hafa hug á að selja umrætt svæði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar um ofangreint erindi.

Byggðaráð - 1152. fundur - 10.07.2025

Á 1150.fundi byggðaráðs þann 26.júní sl., var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Orra Kristni Jóhannssyni, dagsett þann 16. júní sl., er varðar fyrirspurn f.h. dánarbús Jóhanns Tryggvasonar um hvort Dalvíkurbyggð hafi áhuga á að eignast landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá, en landeigendur hafa hug á að selja umrætt svæði. Niðurstaða fundarins var eftirfarandi: Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar um ofangreint erindi.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað varðandi Víðihólma í Svarfaðardalsá.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera eigendum tilboð upp á 400 þús. krónur í landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá.

Byggðaráð - 1153. fundur - 31.07.2025

Á 1150.fundi byggðaráðs þann 26.júní sl., var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Orra Kristni Jóhannssyni, dagsett þann 16. júní sl., er varðar fyrirspurn f.h. dánarbús Jóhanns Tryggvasonar um hvort Dalvíkurbyggð hafi áhuga á að eignast landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá, en landeigendur hafa hug á að selja umrætt svæði. Niðurstaða fundarins var eftirfarandi: Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar um ofangreint erindi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað varðandi Víðihólma í Svarfaðardalsá.

Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera eigendum tilboð upp á 400 þús. krónur í landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar eigenda Víðihólma þess efnis að tilboði Dalvíkurbyggðar er hafnað.
Málinu er þar með lokið af hálfu Dalvíkurbyggðar, samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.