Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna

Málsnúmer 202506054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Félagi atvinnurekenda til sveitarstjórna, dagsett þann 10. júní sl., þar sem Félag atvinnurekenda vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækkar um 9,2% milli ára. Mat atvinnuhúsnæðis hækkar um 4,8%. Á höfuðborgarsvæðinu nemur hækkunin 3,8% en á landsbyggðinni um 9,1%. FA hvetur sveitarfélögin eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og halda þannig sköttum á atvinnuhúsnæði óbreyttum á milli ára.
Lagt fram til kynningar.