Undir þessum lið kom á fund Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:20.
Á 306. fundi fræðsluráðs þann 18. júní sl, var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Blágrýti dags. 04. júní 2025.Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 04. júní 2025.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti skólaárið 2025 - 2026.
Sviðsstjóra falið að ræða við Blágrýti um það hvort hægt væri að hafa létta máltíð í miðri viku í stað föstudags."
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu.