Vinnuhópur um brunamál; kynning á verkefninu og stöðu mála.

Málsnúmer 202110061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1011. fundur - 06.01.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund.

Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins.

Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra.

Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu.
Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Lagðar fram til kynningar fundargerðir vinnuhóps um brunamál frá fjórum fundum hópsins október-desember 2021. Með fundarboði fylgdi einnig gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra. Allt gögn sem vinnuhópurinn kynnti byggðaráði á fundi ráðsins þann 6. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1013. fundur - 20.01.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13 í gegnum TEAMS fund.

Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund.
Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins.
Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra.
Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu.
Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar."

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar vinnuhópsins um brunamál frá 19. janúar 2022.
Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðu útboði vegna slökkviliðsbíla og útboðslýsingu. Einnig gerði slökkviliðsstjóri grein fyrir samráði við slökkviliðið um að fækka valkostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo.

Villi og Bjarni viku af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl, samanber starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og samanber 340. fundur sveitarstjórnar frá 23.11.2021.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13 í gegnum TEAMS fund. Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund. Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins. Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra. Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57. Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu. Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar." Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar vinnuhópsins um brunamál frá 19. janúar 2022. Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðu útboði vegna slökkviliðsbíla og útboðslýsingu. Einnig gerði slökkviliðsstjóri grein fyrir samráði við slökkviliðið um að fækka valkostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Villi og Bjarni viku af fundi kl. 13:34. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl, samanber starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og samanber 340. fundur sveitarstjórnar frá 23.11.2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021.

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:30.

a) Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður kaupsamningur við Ólaf Gíslason og Co hf. um kaup á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Slökkvilið Dalvíkur, dagsettur þann 22. apríl 2022. Afhending er áætluð undir árslok 2023.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins um brunamál, 6. fundur þann 4.maí sl. Í 2. lið fundargerðinnar kemur fram ósk um viðauka vegna kaupa á slökkviliðsbíl. Heimild þessa árs á áætlun er 80 m.kr. Fyrir liggur að skila þarf þeim fjárheimildum þar sem slökkviliðsbíllinn verður ekki til afhendingar og greiðslu fyrr en í lok árs 2023. Vinnuhópurinn leggur til að sama upphæð, 80 m.k.r., verði áfram til fjárfestingar á þessu ári fyrir slökkvilið, breytt úr kaupum á slökkvibíl og sett í uppbyggingu á húsnæði slökkviliðs í samræmi við tillögur um kosti í húsnæðismálum slökkviliðsins sem koma fram í fundargerð vinnuhópsins.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 32200, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, þannig að áætluð fjárfestingaheimild vegna kaupa á slökkviliðsbíl að upphæð 80 m.kr. verði tekin út á þessu ári. Varðandi tillögu um að sama fjárhæð verði sett á fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingu á húsnæði slökkvliðsins þá samþykkir byggðaráð að leggja til við sveitarstjórn að sú ákvörðun bíði nýrrar sveitarstjórnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:30. a) Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður kaupsamningur við Ólaf Gíslason og Co hf. um kaup á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Slökkvilið Dalvíkur, dagsettur þann 22. apríl 2022. Afhending er áætluð undir árslok 2023. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins um brunamál, 6. fundur þann 4. maí sl. Í 2. lið fundargerðinnar kemur fram ósk um viðauka vegna kaupa á slökkviliðsbíl. Heimild þessa árs á áætlun er 80 m.kr. Fyrir liggur að skila þarf þeim fjárheimildum þar sem slökkviliðsbíllinn verður ekki til afhendingar og greiðslu fyrr en í lok árs 2023. Vinnuhópurinn leggur til að sama upphæð, 80 m.kr., verði áfram til fjárfestingar á þessu ári fyrir slökkvilið, breytt úr kaupum á slökkvibíl og sett í uppbyggingu á húsnæði slökkviliðs í samræmi við tillögur um kosti í húsnæðismálum slökkviliðsins sem kom fram í fundargerð vinnuhópsins. a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 32200, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, þannig að áætluð fjárfestingaheimild vegna kaupa á slökkviliðsbíl að upphæð 80 m.kr. verði tekin út á þessu ári. Varðandi tillögu um að sama fjárhæð verði sett á fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins þá samþykkir byggðaráð að leggja til við sveitarstjórn að sú ákvörðun bíði nýrrar sveitarstjórnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs:
a) Lagt fram til kynningar.
b) Viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, deild 32200, að upphæð kr. 80.000.000 til lækkunar á fjárfestingu vegna slökkviliðsbíls. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að það komi í hlut nýrrar sveitarstjórnar að ákvarða hvort og þá hvernig fjárhæðinni verði ráðstafað til uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukinn komi til hækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins.

Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þan 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022.

Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar.

Byggðaráð - 1055. fundur - 19.01.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs,og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:20.

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þann 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022. Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar."

Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026 er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna húsnæðismála Slökkviliðs Dalvíkur.
Vinnuhópurinn kom saman í morgun og gerðu sviðsstjóri, slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri grein fyrir fundinum.

Einnig fylgir fundarboði byggðaráðs:
a)Minnisblað dagsett þann 20. september sl. þar sem sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með forstjóra HSN varðandi hugmyndir um að Slökkviliðið myndi hafa makaskipti við Fasteignir ríkisins og þar með vera í sama húsnæði og sjúkrabílar HSN. Byggt yrði við húsið og öll aðstaða tekin í gegn.
b)Minnisblað dagsett þann 14. desember sl., um fund vinnuhópsins.
c)Rafpóstur sveitarstjóra til forstjóra HSN, dagsettur þann 10. janúar 2023.


Vilhelm Anton vék af fundi kl. 13:41
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Á 1055. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs,og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:20. Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þann 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022. Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar." Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026 er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna húsnæðismála Slökkviliðs Dalvíkur. Vinnuhópurinn kom saman í morgun og gerðu sviðsstjóri, slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri grein fyrir fundinum. Einnig fylgir fundarboði byggðaráðs: a)Minnisblað dagsett þann 20. september sl. þar sem sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með forstjóra HSN varðandi hugmyndir um að Slökkviliðið myndi hafa makaskipti við Fasteignir ríkisins og þar með vera í sama húsnæði og sjúkrabílar HSN. Byggt yrði við húsið og öll aðstaða tekin í gegn. b)Minnisblað dagsett þann 14. desember sl., um fund vinnuhópsins. c)Rafpóstur sveitarstjóra til forstjóra HSN, dagsettur þann 10. janúar 2023. Vilhelm Anton vék af fundi kl. 13:41Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.