Frá Akureyrarbæ; Samtal um framtíð slökkviliða á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202506089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, rafpóstur dagsettur þann 19.júní sl., þar sem vísað er í fund þar sem til umræðu var framtíð slökkviliða á svæðinu þar sem uppi eru hugmyndir um stofnun byggðasamlags um rekstur slökkviliðs. Niðurstaðan var að byrja á samtali á hverjum stað fyrir sig. Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar mun koma á fund byggðaráðs 3.júlí nk.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1151. fundur - 03.07.2025

Á fund byggðaráðs kom Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri með kynningu á mögulegu samstarfi slökkviliða á starfssvæði SSNE. Gunnar Rúnar er að heimsækja sveitarfélögin á svæðinu þessar vikurnar.
Byggðaráð þakkar Gunnari Rúnari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á málinu. Málið verður kynnt fyrir öllum sveitarfélögum á svæðinu á næstu vikum og fundað í framhaldi af því.
Gunnar Rúnar vék af fundi kl. 14:15