Frá Frístundafullrúa; Launaviðauki vegna sumarnámskeiðs

Málsnúmer 202506086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Frístundafulltrúa, dagsett þann 19. júní sl., þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna sumarnámskeiða með tilfærslu á milli deilda. Óskað er eftir að launakostnaður á deild 04280 Frístund verði lækkaður og upphæðin færð á deild 06260 þar sem starfmaður Frístundar starfar við sumarnámskeið 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 26 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að launakostnaður deildar 04280 lækki um kr. 298.304 og launakostnaður deildar 06260 hækki um kr. 298.053. Mismunurinn, kr. 251, er mætt með hækkun á handbæru fé.