Á 1150. fundi byggðaráðs þann 26. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 23. júní nk., þar sem boðað er til Innviðaþings fimmtudaginn 28. júni nk. í Reykjavík.Innviðaráðuneytið stendur að þinginu og verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 14.júlí sl, þar sem fram kemur að Innviðaráðherra hyggst halda samráðs/íbúafund á Akureyri þann 12. ágúst nk. í aðdraganda Innviðaþingsins. SSNE vekur athygli á þessum fundi svo hægt sé að taka tímann frá.