Frá forstöðumanni safna; Viðaukabeiðni vegna launa

Málsnúmer 202506049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna, móttekið 24. júní sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna launa á Bókasafni Dalvíkurbyggðar vegna flutnings á starfi á milli stofnana sveitarfélagsins. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 609.075 vegna launa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr.24 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 609.075, þannig að launakostnaður deildar 05210 hækki um þá fjárhæð og á móti lækki launakostnaður á deild 06500 um sömu upphæð.