Frá skipulagsfulltrúa; Syðra Holt - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202506053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 10.júní 2025, þar sem hann f.h. Syðra Holts ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Syðra Holts í Svarfaðardal.
Lóðin verður stofnuð fyrir byggingu íbúðarhúss sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 20.febrúar 2024.

Með fundargögnum fylgdi umsókn til skipulagsfulltrúa, afstöðumynd, undirritað samþykki eiganda jarðarinnar Syðra-Holt, og umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að stofnun verði lóð úr landi Syðra Holts í Svarfaðardal fyrir byggingu íbúðarhúss á grundvelli meðfylgjandi gagna.