Byggðaráð

911. fundur 27. júní 2019 kl. 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
 • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórhalla Karlsdóttir, mætti í hans stað.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðai forföll og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, mætti í hans stað.

Guðmundur St. Jónsson stýrði fundi samkvæmt kosningu byggðaráðs.

1.Frá fræðsluráði; Skipulagsbreytingar í Árskógarskóla og Fræðslusviði

Málsnúmer 201906094Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra, dagsett þann 19. júní 2019, þar sem eftirfarandi er lagt til fyrir hönd fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar með vísan til umræðna á fundi fræðsluráðs og rafrænna samskipta milli sviðsstjóra og fræðsluráðs;


a) Á grundvelli þess að engin umsókn barst um starf skólastjóra Árskógarskóla leggur fræðsluráð til að Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, taki að sér stjórnun á Árskógarskóla í eitt ár, samhliða starfi sínu sem skólastjóri Dalvíkurskóla, og ráðinn verði deildarstjóri í Árskógarskóla tímabundið. Fyrir liggur að Friðrik er tilbúinn til að taka verkefnið að sér. Skólarnir verða áfram reknir sem sér einingar út fjárhagsárið 2020. Ef fræðsluráð hefur hug á gera skólana að einni stofnun verður sú tillaga og ákvörðun að liggja fyrir fyrir 1. maí 2020.

b) Fræðsluráð leggur jafnframt til að ekki verði ráðinn kennsluráðgjafi / sérfræðingur á skólaskrifstofu og verði þau mál leyst innanhúss að hluta og með utanaðkomandi þjónustu. Sviðsstjóra fræðslu -og menningarsviðs verði falið að kortleggja sérfræðiþjónustu í skólum Dalvíkurbyggðar í samráði við stjórnendur og sérfræðingateymi í skólunum og skal kortlagningu vera lokið fyrir 1. maí 2020. Áfram verður sérfræðiþjónusta miðuð út frá þörfum nemenda og þjónusta við þá skipulögð að hausti í samráði við stjórnendur og fagfólk í skólum.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um starf skólastjóra Árskógarskóla.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um að ekki verði ráðinni kennsluráðgjafi / sérfræðingur á skólaskrifstofu og þau mál verði leyst með þeim hætti sem lagt er til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs vinni áfram með vinnuhópi um kortlagningu á sérfræðiþjónustu starfsmanna sveitarfélagsins er vinna með börnum og ungmennum.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201906092Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá 74. fundi menningarráðs; 06.06.2019; Erindi frá Árna Daníel Júlíussyni; Styrkumsókn til Byggðarsafns og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905055Vakta málsnúmer

Á 74. fundi menningarráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs."

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi undir þessum lið kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð geti ekki orðið við ofangreindu erindi.

4.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs EBÍ 20. sept. n.k.

Málsnúmer 201906039Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsettur þann 13. júní 2019, þar sem fram kemur að skv. 10.gr laga 68/1994 skal kalla saman aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fjórða hvert ár, næsta ár á eftir reglulegum sveitarstjórnarkosningum.
Í samræmi við ofangreint hefur stjórn EBÍ ákveðið að aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands verði haldinn föstudaginn 20. september n.k. á Hótel Natura.
Kjörnum fulltrúa sveitarfélagsins hefur verið sent fundarboð.

Aðalmaður Dalvíkurbyggðar er Valdimar Bragason og varamaður Valdemar Þór Viðarsson.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn - Ektaréttir

Málsnúmer 201906040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 13. júní 2019, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn frá Ektaréttum ehf. kt. 461100-2950 um rekstrarleyfi vegna Baccalá Bars, flokkur II og tegund A. Með fundarboði fylgdu jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt.

6.Frá Skógræktinni; Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 201906087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni, rafbréf dagsett þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaðila vinna landshlutaáætlanir þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. Fram kemur að Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum til þess að; kynna þessi áform,ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktaráformum í aðalskipulagi hvers sveitar­félags, ná megi sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind Íslands á sjálfbæran hátt og til góða fyrir byggðir landsins og samþætta megi skógrækt öðrum landnýtingarkostum og atvinnugreinum um land allt.

Meðfylgjandi er bréf frá Skógræktinni sem sent er öllum sveitarfélögum landsins til að upplýsa um þá vinnu sem framundan er og er óskað eftir að afrit af bréfinu verði sent öllum þeim er málið varðar innan sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar.

7.Frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu; Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð hefur verið í viðræðum við Ríkið reglulega frá því 2006 um kaup á landi Selár. Á íbúafundi um deiliskipulag Hauganess í vor var rætt um að Dalvíkurbyggð ætti að falast eftir kaupum á landi Selár. Skv. tölvupósti frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 5. júlí 2017 þarf það að fá ítarlegri upplýsingar frá Dalvíkurbyggð um áform sveitarfélagsins á Selárlandinu.
Beðið er um greinagerð, samantekt á nýtingar- og uppbyggingaráformum ásamt rökstuðningi á þörf sveitarfélagsins að eignast landið.

Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra á nýtingarkostum og röksemdarfærsla.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda ráðuneytinu ofangreindan rökstuðning og jafnframt að óska eftir viðræðum um verðmat.

8.Frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar; Endurnýjuð beiðni um búnaðarkaup 2019

Málsnúmer 201906099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. júní 2019, þar sem slökkviliðsstjóri óskar eftir að fá nýta endurgreiddan virðisaukaskatt að upphæð kr. 991.609 til endurnýjunar og nýkaupa á búnaði fyrir Slökkvilið Dalvíkur samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og ráðstöfun á viðbótartekjum til búnaðarkaupa samkvæmt tillögu slökkviliðsstjóra.

9.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Málaflokkur 21; viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna endurskoðunar

Málsnúmer 201906089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21070; Endurskoðun. Lykill 21070-4330 yrði þá kr. 6.500.000 í stað kr. 5.500.000 Lagt er til að þessum viðauka verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er metið svigrúm til að mæta viðaukanum innan málaflokksins og/eða með öðrum hætti eins og staða mála er nú.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, nr. 13/2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21070 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

10.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Málaflokkur 21; viðauki við deild 21030 vegna launa

Málsnúmer 201906090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 21030, vegna launagreiðsla til kjörinna fulltrúa vegna tilfallandi funda og starfa í tilfallandi vinnuhópum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.041.931 til að mæta tilfallandi kostnaði það sem eftir er árs byggt á raunkostnaði fyrir haustið 2018 og byggt á upplýsingum um mögulega aukafundi. Deild 21030 yrði þá kr. 1.406.012 í stað kr. 364.081. Bókuð staða nú er kr. 1.567.443 sem er aðallega áfallinn kostnaður vegna vinnu vinnuhópa kjörinna fulltrúa vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé en búið er að skoða hvort hægt sé að skera niður og/eða færa til verkefni í málaflokknum á móti en niðurstaðan er að svo er ekki eins og mál standa nú.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, viðauka nr. 14/2019, að upphæð kr. 1.041.931 við deild 21030 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Málaflokkur 21; viðauki við fjárhagsáætlun vegna sérfræðiþjónstu /lögfræðingar og endurskoðendur

Málsnúmer 201906091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.500.000 við deild 21010 vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sveitarstjórnar. Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir kr. 2.350.000 vegna persónuverndarmála en búið er að bóka kr. 2.291.194 og þá aðallega vegna nýrra verkefna sem ekki var gert ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 2019; lögfræðikostnaður ýmis, húsnæðisáætlun, skipulagsskrá Dalbæjar.Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er metið svigrúm, eins og mál standa nú, til að mæta viðaukanum með öðrum hætti innan málaflokksins með niðurskurði og/eða tilfærslu verkefna.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, viðauka nr. 15/2019, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 21010, þannig að liður 4391 verði kr. 4.850.000 í stað kr. 2.350.000 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201903080Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904034Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu; Opinber innkaup - tillaga að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905028Vakta málsnúmer

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var eftirfarandi bókað meðal annars: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt tillögu að innkauparáði. Drögin byggja á fyrirmynd af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að framkvæmdastjórn (sveitarstjóri og sviðsstjórar) skipi innkauparáðið og fjalli um innkaupamál á reglulegum fundum sínum sem eru að jafnaði einu sinnu í viku á mánudagsmorgnum. Til umræðu ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að framkvæmdastjórn verði innkauparáð Dalvíkurbyggðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að innkaupareglum til framkvæmdastjórnar til skoðunar. "

Framkvæmdastjórn var með tillögu að ofangreindum innkaupareglum til umfjöllunar á fundi sínum þann 18. júní s.l. og með fundarboði byggðaráðs fylgir tillaga að reglunum ásamt innkaupaferli eftir þá yfirferð.

Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs einnig samskipti sín við Ríkiskaup varðandi aðgang að rafrænu útboðskerfi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt innkaupaferli.

15.Innkaupareglur, endurskoðun skv. nýjum lögum

Málsnúmer 201703055Vakta málsnúmer

Á 865. fundi byggðaráðs þann 26. apríl 2018 var eftirfarandi bókað
"Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var eftirfarandi bókað: "Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða. Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. " Framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 23. apríl s.l. og tillaga kom um eftirfarandi aðila í vinnuhópinn: Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun vinnuhópsins. "
Lagt fram til kynningar, vísað er til 14. liðar hér að ofan, mál201905028.

16.Frá sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs, Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 - uppfærðar upplýsingar

Málsnúmer 201906106Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt sína á áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 í samanburði við fjárhagsáætlun 2019. Eins og staðan er nú eru áætluð framlög Jöfnunarsjóðs um 5,8 m.kr. lægri en áætlun sveitarfélagsins og liggur munurinn aðallega í framlagi til grunnskóla.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti einnig samantekt sína á staðgreiðslu janúar- maí 2019 með samanburði við árið 2018 fyrir sama tímabil. Hækkun á milli ára er nú 8,22% fyrir Dalvíkurbyggð en fyrir landið allt 6,89% - unnið úr upplýingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Áform fjármálaráðherra um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 201903081Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að þau ánægjulegu tíðindi hafa nú birts á formlegan hátt í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við tillögu að fjármálaáætlun að horfið er frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. ´

Málið var til umfjöllunar á fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 þar sem kynnt voru áform fjármálaráðherra um skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 millj.kr. á næstu tveimur árum.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þessu ber að fagna.

18.Frá vinnuhópi um "Gamla skóla"; fundargerðir nr. 2 og nr. 3 - loka.

Málsnúmer 201809053Vakta málsnúmer

Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram fundargerð vinnuhóps byggðaráðs um Gamla skóla frá 1.fundi hópsins þann 16.apríl 2019. Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga að Gamli skóli verði auglýstur tímabundið til útleigu undir menningartengda eða atvinnutengda starfssemi, í heild með möguleikum á áframleigu eða hvert rými fyrir sig. Þetta sé gert strax og reynt að koma húsnæðinu í notkun. Áður þurfi að fara fram alssherjarþrif á húsnæðinu og lagafæra rými eftir sýningu á verkum Brimars. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að undirbúa útleigu á Gamla skóla samkvæmt ofangreindu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig fundargerðir vinnuhópsins nr. 2 og nr. 3, sem er loka fundargerð vinnuhópsins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerðunum. Framtíðarhugmyndir um nýtingu Gamla skóla eru söfn, flutningur ríkisstofnana, skólahúsnæði. Þessi sýn byggiar á því að Gamla skóla sé komið í nothæft ástand og er það metið að lágmarki 140 m.kr. Sveitarstjórn er hvött til að bíða ekki of lengi með endurbætur þar sem því hrakar ört þegar ekki er í því regluleg starfsemi. Þegar er ljóst að hægt er að fara í endurbætur þarf að taka stöðuna og hvort einhverjir ofangreindir kostir séu líklegir eða hvort eitthvað annað verður komið á. Endurbótakostnaður er breytilegur eftir því hvaða starfsemi velst í húsnæðið og gera þarf fjárhags- og endurbóaáætlun með tilliti til þess.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með leið c samkvæmt fundargerð vinnuhópsins nr. 3, að nýta húsnæðið fyrir börn á grunnskólaaldri sem þurfa sérúrræði, þar sem byggðaráð telur þá leið skapa mestu tækifærin fyrir Dalvíkurbyggð í atvinnulegu tilliti.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að málinu.

19.Lántaka Dalvíkurbyggðar frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

Málsnúmer 201810099Vakta málsnúmer

Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið. Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi lánasamningur millli Dalvíkurbyggðar og Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 162.000.000 verðtryggt til 36 ára.
a) Byggðaráð samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 162.000.000 kr. til 36 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að lána Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses,kennitala 640118-2100, vegna byggingu á 7 íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra,kennitala 070268-2999 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lánveitingu til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt ofangreindum forsendum og kjörum og að á móti verði bókuð krafa á félagið í reikningum Dalvíkurbyggðar.

20.Lokastígur 2, íbúð 201, sala á eigninni ?

Málsnúmer 201906107Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskaði eftir heimild, í samráði við þjónustu- og innheimtufulltrúa, að fasteigninni við Lokastíg 2, íbúð 201, verði sett á söluskrá.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að fá þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðsstjóra félagsmálasviðs til fundar til að fara yfir stöðu mála um húsnæðismál sveitarfélagsins.

21.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 201905113Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greindi frá stofnfundi samstarfs vettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem hann og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sátu á fjarfundi þann 19. júní 2019. M.a. voru flutt erindi um kolefnisspor sveitarfélaga - reikniaðferðir og greiningu tækifæra, lærdóm af mótun loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og hvert förinni væri heitið í loftslagsmálum og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá var kynnt upplýsingagátt samráðsvettvangsins sem á að vera virkur vettvangur sveitarfélaganna til að skiptast á skoðunum og upplýsingum um málefnið.
Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.
Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og
öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

22.Frá 231. fundi félagsmálaráðs þann 18.06.2019; Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2010

Málsnúmer 201904095Vakta málsnúmer

Á 231. fundi félagsmálaráðs þann 18. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram bréf dags 24.05.2019 frá Jafnréttisstofu þar sem fram kemur að stofan hefur móttekið jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar en gerir örlitlar athugasemndir. Bent er á að til að jafnréttisáætlun uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf að koma fram hvernig sveitarfélagið uppfyllir 22.gr. laganna sem fjallar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Þessir þættir þurfa að koma fram í áætlun. Dalvíkurbyggð hefur starfandi eineltisteymi sem tekur á slíkum þáttum og verður því bætt inn í áætlunina.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð samþykkir orðalagsbreytingar á Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar áætluninni til Sveitastjórnar."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar.

23.Félagsmálaráð - 231, frá 18.06.2019

Málsnúmer 1906006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður, sér liður á dagskrá.
 • 23.1 201906030 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál 201906030

  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 231
 • 23.2 201905058 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál 201905058

  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 231
 • 23.3 201906033 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál 201906033

  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 231
 • 23.4 201906029 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál 201906029

  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 231
 • Lagt fram bréf dags 24.05.2019 frá Jafnréttisstofu þar sem fram kemur að stofan hefur móttekið jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar en gerir örlitlar athugasemndir. Bent er á að til að jafnréttisáætlun uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf að koma fram hvernig sveitarfélagið uppfyllir 22.gr. laganna sem fjallar um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Þessir þættir þurfa að koma fram í áætlun. Dalvíkurbyggð hefur starfandi eineltisteymi sem tekur á slíkum þáttum og verður því bætt inn í áætlunina. Félagsmálaráð - 231 Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð samþykkir orðalagsbreytingar á Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar áætluninni til Sveitastjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi dags. 22.05.2019 frá Gæða og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Þar er gerð grein fyrir því að reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríksiborgara utan EES sem ekki eiga lögheimili á Íslandi nr. 735/2018 hafa verið uppfærðar. Meginmarkmið uppfærslunnar er tvíþætt, annars vegar að reglurnar nái betur utan um þann hóp sem þeim er ætlað að ná til og hinsvegar að einfalda endurgreiðsluferlið. Félagsmálaráð - 231 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu byggðaráðs, liður 5 er sér liður á dagskrá. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
 • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs