Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Málaflokkur 21; viðauki við fjárhagsáætlun vegna sérfræðiþjónstu /lögfræðingar og endurskoðendur

Málsnúmer 201906091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.500.000 við deild 21010 vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sveitarstjórnar. Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir kr. 2.350.000 vegna persónuverndarmála en búið er að bóka kr. 2.291.194 og þá aðallega vegna nýrra verkefna sem ekki var gert ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 2019; lögfræðikostnaður ýmis, húsnæðisáætlun, skipulagsskrá Dalbæjar.Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki er metið svigrúm, eins og mál standa nú, til að mæta viðaukanum með öðrum hætti innan málaflokksins með niðurskurði og/eða tilfærslu verkefna.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, viðauka nr. 15/2019, að upphæð kr. 2.500.000 á deild 21010, þannig að liður 4391 verði kr. 4.850.000 í stað kr. 2.350.000 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.