Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform

Málsnúmer 201810099

Vakta málsnúmer

Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16. fundur - 29.10.2018

Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um möguleika á lánveitingum, t.d. frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykktir samhljóða með 2 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að fylgja málinu áfram eftir.

Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17. fundur - 22.11.2018

Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október s.l. var framkvæmdastjóra félagsins falið að fylgja eftir möguleikum á lánveitingum til dæmis frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Til umræðu ofangreint.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda erindi til Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir svari frá sjóðnum um hvort að félagið eigi möguleika á lánafyrirgreiðslu þar sem um er að ræða húsnæðisjálfseignarstofnun en félagið starfi samt í umboði sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar.

Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35. fundur - 20.05.2019

Til umræðu fjármögnun framkvæmdarinnar með lántöku en fyrir liggur að félagið getur ekki hafið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Fyrir liggur lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 14. júní 2017, sem tengist umsókn um stofnframlag. Um er að ræða lánsvilyrði með 4,2% föstum verðtryggðum vöxtum til 50 ára. Lánsumsóknin miðast við 60% lánshlutfall.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála hvað varðar möguleika á lánafyrirgreiðslum vegna þessa verkefnis sem og möguleika á að breyta rekstrarformi í kringum íbúðirnar ef vilji stæði til þess. Jafnframt felur stjórnin framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá VSÓ varðandi reikningslíkanið og hlutfall lánsfjármögnunar.

Byggðaráð - 909. fundur - 06.06.2019

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 08:17.

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna.
Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið.
Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins.

Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið. Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi lánasamningur millli Dalvíkurbyggðar og Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 162.000.000 verðtryggt til 36 ára.
a) Byggðaráð samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 162.000.000 kr. til 36 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að lána Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses,kennitala 640118-2100, vegna byggingu á 7 íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra,kennitala 070268-2999 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lánveitingu til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt ofangreindum forsendum og kjörum og að á móti verði bókuð krafa á félagið í reikningum Dalvíkurbyggðar.

Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37. fundur - 28.06.2019

a) Lántaka frá Dalvíkurbyggð / Lánasjóði sveitarfélaga

Á 911. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið. Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi lánasamningur millli Dalvíkurbyggðar og Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 162.000.000 verðtryggt til 36 ára.
a) Byggðaráð samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 162.000.000 kr. til 36 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að lána Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses,kennitala 640118-2100, vegna byggingu á 7 íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra,kennitala 070268-2999 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lánveitingu til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt ofangreindum forsendum og kjörum og að á móti verði bókuð krafa á félagið í reikningum Dalvíkurbyggðar."

Til umræðu ofangreint.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggða hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hefja lán hjá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt lántöku sveitarfélagsins frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 og fyrirliggjandi forsendur.