Frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu; Opinber innkaup

Málsnúmer 201905028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Tekinn fyrir upplýsingapóstur til sveitarfélaga frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum varðandi opinber innkaup skv. lögum nr. 120/2016 sem opinberum aðilum eins og sveitarfélögum ber að fara eftir en þann 31. maí taka gildi nýjar viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr.laganna. Þá lækka verulega viðmiðunarfjárhæðir sem kveða á um útboðsskyldu.

Sveitarstjóri greindi frá fjarfundarnámskeiði um opinber innkaup sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt til kynningar laganna sem hann, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs og leikskólastjóri Krílakots sátu. Þar var m.a. farið yfir samstarf sveitarfélaga og Ríkiskaupa og hvernig hægt er að þróa það samstarf til hagsbóta fyrir alla aðila.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund.

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var eftirfarandi bókað meðal annars:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt tillögu að innkauparáði. Drögin byggja á fyrirmynd af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að framkvæmdastjórn (sveitarstjóri og sviðsstjórar) skipi innkauparáðið og fjalli um innkaupamál á reglulegum fundum sínum sem eru að jafnaði einu sinnu í viku á mánudagsmorgnum.

Til umræðu ofangreint.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að framkvæmdastjórn verði innkauparáð Dalvíkurbyggðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að innkaupareglum til framkvæmdastjórnar til skoðunar.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var eftirfarandi bókað meðal annars: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt tillögu að innkauparáði. Drögin byggja á fyrirmynd af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að framkvæmdastjórn (sveitarstjóri og sviðsstjórar) skipi innkauparáðið og fjalli um innkaupamál á reglulegum fundum sínum sem eru að jafnaði einu sinnu í viku á mánudagsmorgnum. Til umræðu ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að framkvæmdastjórn verði innkauparáð Dalvíkurbyggðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að innkaupareglum til framkvæmdastjórnar til skoðunar. "

Framkvæmdastjórn var með tillögu að ofangreindum innkaupareglum til umfjöllunar á fundi sínum þann 18. júní s.l. og með fundarboði byggðaráðs fylgir tillaga að reglunum ásamt innkaupaferli eftir þá yfirferð.

Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs einnig samskipti sín við Ríkiskaup varðandi aðgang að rafrænu útboðskerfi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt innkaupaferli.